„Guðrún Ósvífursdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 22:
 
== Fjórða hjónabandið og elliárin ==
Fjórði maður Guðrúnar var Þorkell Eyjólfsson, stórauðugur maður sem átti tvö skip í förum milli landa. Þau bjuggu á [[Helgafell]]i, en Guðrún og faðir hennar höfðu haft landaskipti við Snorra goða skömmu eftir fall Bolla og fluttii hann þá að Laugum. Guðrún og Þorkell eignuðust einn son sem hét Gellir og var afi [[Ari fróði Þorgilsson|Ara fróða]], og dóttur sem hét Rjúpa. Þorkell drukknaði við [[BjarnareyBjarneyjar]] á [[Breiðifjörður|Breiðafirði]] þegar hann var að flytja kirkjuvið sem [[Ólafur helgi|Ólafur konungur]] hafði gefið honum.
 
Guðrún bjó á Helgafelli til elli og varð blind á endanum. Bolli sonur hennar kom oft til hennar þar. Einhverju sinni spurði hann hana hvaða mann hún hefði elskað mest. Guðrún svaraði: „Þorkell var maður ríkastur og höfðingi mestur en engi var maður gervilegri en Bolli og albetur að sér. Þórður Ingunnarson var maður þeirra vitrastur og lagamaður mestur. Þorvalds get eg að engu.“