„Finnur Magnússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Biartur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Lína 1:
[[Mynd:Finnur-Magnusson-1851part.jpg|thumb|Finnur Magnússon]]'''Finnur Magnússon''' (einnig þekktur sem '''Finn Magnusen''') ([[27. ágúst]] [[1781]] - [[24. desember]] [[1847]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[fornfræðingur]] og [[leyndarskjalavörður]] í [[Kaupmannahöfn]] og einn helsti [[rúnafræðingur]] á [[Norðurlönd]]um. Faðir Finns var [[Magnús Ólafsson (lögmaður)|Magnús Ólafsson]] lögmaður úr [[Svefneyjar|Svefneyjum]] og föðurbróðir Finns var [[Eggert Ólafsson]] [[náttúrufræðingur]] og [[skáld]]. Móðir Finns var Ragnheiður dóttir [[RagnheiðurFinnur Finnsdóttir]]Jónsson|Finns Jónssonar biskups]].
 
Finnur var í fóstri hjá [[Hannes Finnsson biskup|Hannesi biskupi Finnsyni]] móðurbróður sínum og nam hjá honum skólavísindi þangað til Hannes andaðist árið 1796. Vorið 1797 útskrifaði [[Geir Vídalín]] biskup hann og fór hann ári seinna til náms í [[Kaupmannahöfn]]. Finnur sneri til Íslands þegar faðir hans lést og árið 1806 var hann settur málafærslumaður við [[landsyfirréttur|landsyfirréttinn]] í [[Reykjavík]] og var í því starfi þangað til [[Jörundur hundadagakonungur]] svipti hann embætti. Finnur fór þó til Kaupmannahafnar en þegar Jörundur var hrakinn frá völdum tók hann aftur við embætti sínu. Finnur var á Íslandi þangað til sumarið 1812 en þá fór hann aftur til Kaupmannahafnar og lagði stund á fornfræði.
 
Finnur varð [[prófessor]] að nafnbót og forstöðumaður leyndarskjalasafnsins í Kaupmannahöfn. Hann var [[etatsráð]] en það er tignarheiti án embættis. Hann var í miklu áliti meðal samtíðarmanna sinna. Finnur var í miklu dálæti hjá [[konungur|konungi]] og má rekja það til þess að þegar [[Jörundur hundadagakonungur]] ríkti á Íslandi þá neitaði Finnur sem þá var [[embættismaður]] á Íslandi að svíkja konung og vinna fyrir Jörund.