„Kæfisvefn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Atlijo (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Atlijo (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 63:
komnir eru yfir sjötugt eru stutt öndunarhlé algeng en hafa þó yfirleitt ekki eins mikla
fylgikvilla í för með sér eins og hjá þeim sem yngri eru.
 
 
== Meðferð við kæfisvefni ==
 
Algengasta, áhrifamesta og öruggasta meðferðin við kæfisvefni er notkun
svefnöndunartækis. Við meðferðina er notað tæki (CPAP-Continuous Positive Airway
Pressure) sem tekur inn loft gegnum síu og blæs því lofti undir þrýstingi í gegnum
slöngu/barka í öndunargrímu sem sofið er með. Þrýstingur loftsins heldur
öndunarveginum opnum og kemur þannig í veg fyrir að hann falli saman og að hlé
verði á önduninni með tilheyrandi falli í súrefnismettun og truflun á svefni. Hægt er að
líkja áhrifum loftsins við það að spelku hafi verið komið fyrir í kokinu.
Bitgómur
Við vissar aðstæður hefur reynst vel að meðhöndla kæfisvefn með sérstökum lausum
bitgómi, sem festist við efri og neðri tanngarð og heldur hökunni frammi í svefni.
 
 
== Almennar ráðleggingar ==
 
Mikilvægt er að huga vel að svefnvenjum, hafa háttatíma og fótaferðartíma reglulegan
og heildarsvefntíma um 7–8 klst. Líkamleg þreyta, svefnlyf, róandi lyf og neysla áfengis
fyrir svefn auka kæfisvefn.
Mikilvægt er fyrir þá sem eru of þungir að létta sig. Oft nægir að léttast um 5-10 kg til að
verulega dragi úr einkennum kæfisvefns. Fjölbreytt fæði og reglulegir matmálstímar eru
þær almennu leiðbeiningar sem reynast vel. Þeim sem veitist erfitt að léttast er ráðlagt
að leita aðstoðar næringarráðgjafa. Hreyfing hefur áhrif á almenna líðan og getur m.a.
dregið úr stoðkerfisverkjum sem geta truflað svefn. Því er mikilvægt að stunda
reglubundna hreyfingu.
Kæfisvefn getur verið stöðubundinn og kemur jafnvel eingöngu fram þegar fólk liggur á
bakinu. Hægt er að koma í veg fyrir það með því að festa mjúkan bolta við bakið.
Sumum þykir hjálpa að sofa með hærra undir höfði.
 
 
== Heimildir ==