„Jennifer Aniston“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skipti út innihaldi með „auli“
Tek aftur breytingu 820087 frá 85.220.125.132 (spjall)
Lína 1:
{{Leikari
auli
| image = JenniferAniston08TIFF.jpg
| caption =
| name = Jennifer Aniston
| birthdate = {{Fæðingardagur og aldur|1969|2|11}}
| location = {{USA}} [[Sherman Oaks]], [[Los Angeles]], [[Kalifornía]], [[Bandaríkin]]
| birthname = Jennifer Joanna Aniston
| notable role = '''[[Rachel Green]]''' í ''[[Friends]]''<br />'''Justine Last''' í ''[[The Good Girl]]''<br />'''Brooke Meyers''' í ''[[The Break-Up]]''<br />'''[[Joanna]]''' í ''[[Office Space]]''
| emmyawards = '''Framúrskarandi leikkona í gamanþáttum''' <br /> 2002 ''[[Friends]]''
| goldenglobeawards = '''Besta leikkona í tónlistar- eða gamanþáttum''' <br /> 2003 ''[[Friends]]''
| sagawards = '''Besta leikkona í gamanþáttum''' <br /> 1995 ''[[Friends]]''
| aftonbladet tv prize, Svíþjóð = '''Besti erlendi sjónvarpspersónuleikinn ''' <br /> 2001-2004
}}
 
'''Jennifer Joanne Aniston''' (fædd [[11. febrúar]] [[1969]]) er [[Bandaríkin|bandarísk]] [[leikkona]]. Hún varð fræg á [[1991-2000|10. áratug]] [[20. öldin|20. aldar]] þegar hún lék [[Rachel Green]] í vinsæla gamanþættinum [[Friends]], hlutverk sem færði henni Emmy-verðlaun, Golden Globe-verðlaun og Screen Actors Guild-verðlaun.
 
Hún hefur leikið í nokkrum [[Hollywood]]-myndum. Flestar myndir hennar eru gamanmyndir eins og [[Bruce Almighty]], [[Office Space]], [[Rumor Has It]] og rómantískar gamanmyndir eins og [[Along Came Polly]] og [[The Break-Up]], hún hefur einnig leikið í annarskonar kvikmyndum eins og hryllings-gamanmyndinni Leprechaun og glæpamyndinni [[Derailed]]. Nýjustu myndirnar hennar eru [[Marley & Me (kvikmynd)|Marley & Me]] og [[He's Just Not That Into You]].
 
== Æska ==
Jennifer fæddist í Sherman Oaks í [[Kalifornía|Kalforníu]] og ólst upp í [[New York borg|New York]]. Jennifer er dóttir leikarans John Aniston og leikkonunnar Nancy Dow. Faðir Aniston er hálf [[Grikkland|grískur]] og heitir upphaflega Yannis Anastassakis. Hann fæddist á [[Krít (eyja)|Krít]] en móðir Jennifer er af [[Ítalía|ítölskum]] og [[Skotland|skoskum]] ættum og fædd í [[New York]]. Aniston á tvo hálf-bræður, John Melick (eldri) og Alex Aniston (yngri). Guðfaðir Jennifer var gríski/ameríski leikarinn [[Telly Savalas]], besti vinur föður hennar. Jennifer bjó í [[Grikkland]]i í eitt ár sem barn með fjölskyldu sinni en þau fluttu svo til New York borgar. Faðir hennar hefur leikið í sápuóperunum Days of Our Lives og Search for Tomorrow. Þegar Jennifer var 16 ára flutti hún með fjölskyldu sinni til [[Los Angeles]] þar sem faðir hennar byrjaði að leika Victor Kiriakis í sápunni Days of Our lives. Árið 1985 flutti Jennifer aftur til New York og byrjaði í myndlistarnámi við Manhattan's Fiorello H. Laguardia High School of Music & Arts and Performing Arts. Hún hélt sér uppi með hlutastörfum, meðal annars sem símasölukona og hjólasendill. Árið 1989 flutti hún til Los Angeles.
 
== Ferill ==
Aniston flutti til [[Hollywood]] og var ráðin í fyrsta hlutverk sitt í sjónvarpsþætti árið 1990 sem gestaleikari í skammlífuþáttaröðinni Molloy og í sjónvarpsmyndinni Camp Cucamonga. Hún lék einnig aukahlutverk í Ferris Bueller, sjónvarpsútgáfa af vinsælu myndinni [[Ferris Bueller's Day Off]] frá árinu 1986. Þáttaröðin entist þó ekki lengi. Aniston lék síðan í tveimur misheppnuðum þáttaröðum, The Edge og Muddling Through og var gestaleikari í Quantum Leap, Herman's Head og Burke's Law. Eftir langa runu af skammlífum þáttum og eftir að hafa leikið í misheppnuðu hryllingsmyndinni Leprechaun íhugaði Aniston að hætta að leika. Áform hennar breyttust svo þegar hún fór í áheyrnarprufu fyrir [[Friends]], gamanþátt sem átti að sýna á [[NBC]] sjónvarpsstöðinni sjónvarpsárið 1994-1995. Framleiðendurnir vildu upphaflega að Aniston myndi koma inn og lesa hlutverk Monicu Geller en [[Courteney Cox Arquette]] þótti passa best í hlutverk Monicu. Eftir það var Aniston ráðin í hlutverk Rachel Green. Hún lék persónuna frá 1994 alveg þangað til að þátturinn endaði árið 2004.
 
Þátturinn var vinsæll og varð Aniston, ásamt meðleikurum sínum, þekkt meðal sjónvarpsáhorfenda. Hárstílll hennar á tímabili, sem var best þekktur sem Rachel, varð mjög vinsæll. Aniston fékk eina milljón dollara í laun fyrir hvern þátt síðustu tvær þáttaraðirnar af Friends og fimm Emmy-tilnefningar (tvær fyrir bestu leikkonu í aukahlutveri, þrjár fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki) og vann fyrir Framúrskarandi frammistaða leikkonu í aðalhlutverki í gamanþáttaröð. Samkvæmt [[Heimsmetabók Guinness]] árið 2005 var Aniston (ásamt meðleikkonum sínum) hæst launaða sjónvarpsleikkona allra tíma með 1 milljón dollara á hvern þátt í tíundu þáttaröð Friends.
 
Jennifer Aniston var ráðin í Heineken-auglýsingu sem var seinna bönnuð. Seinna, árið 1994, bauð [[Microsoft]] Aniston ásamt meðleikara hennar í Friends, [[Matthew Perry]], að taka upp hálftíma kynningarmyndband um nýja stýrikerfið þeirra, [[Windows 95]]. Hún fékk athygli gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína í [[The Object of My Affection]] (1998), drama-gamanmynd um stelpu sem fellur fyrir homma og í [[The Good Girl]] sem var leikstýrt af Miguel Arteta og lék Aniston gjaldkera í smábæ. Seinni myndin var frumsýnd í færri en 700 kvikmyndahúsum og halaði hún inn 14 milljónum dala. Seint árið 2005 lék Aniston í tveimur stórum stúdió-myndum, [[Derailed]]og [[Rumor Has It]].
 
Til viðbótar við feril sem sjónvarpsleikkona átti Aniston einnig farsælan kvikmyndaferil. Tekjuhæsta myndin hennar er [[Bruce Almighty]] frá árinu 2003, þar sem hún lék kærustu titilpersónunnar, Bruce ([[Jim Carrey]]). Árið 2004 lék hún með [[Ben Stiller]] í [[Along Came Polly]]. Árið 2006 lék hún í Friends with Money en hún náði ekki vinsældum. Næsta mynd Aniston, [[The Break-Up]], halaði inn rúmlega 39 milljón dollurum fyrstu sýningarhelgina, þrátt fyrir ekkert allt of góða dóma.
 
Árið 2007 lék Aniston gestahlutverk í þætti Courteney Cox Arquette, [[Dirt]]. Þá lék Jennifer snobbaða keppinautinn Tinu Harrod. Til viðbótar við leik hefur Aniston einnig leikstýrt stuttmynd sem heitir Room 10.
 
Forbes setti Aniston á lista yfir tíu ríkustu konurnar í skemmtanaiðnaðinum árið 2007. Hún var á eftir ofurkonum eins og [[Oprah Winfrey|Opruh Winfrey]], [[J.K. Rowling]], [[Madonna|Madonnu]], [[Mariah Carey|Mariuh Carey]], [[Celine Dion]] og [[Jennifer Lopez]], og er fyrir ofan [[Britney Spears]], [[Christina Aguilera|Christinu Aguilera]] og [[Olsen tvíburarnir|Olsen-tvíburana]]. Eignir Aniston eru metnar á rúmlega 110 milljónir dala. Samkvæmt Forbes í október 2007 var Aniston vinsælasta andlit bransans. Árið 2008 lenti Aniston í sautjánda sæti á lista Forbes yfir 100 stjörnur sem var byggður á launum og frægð.
 
Aniston lék í þriðja þætti þriðju þáttaraðar [[30 Rock]] og lék gamlan skólafélaga Liz Lemon sem situr um Jack Donaghy.
 
Aniston birtist nakin í myndaseríu sem er birt á forsíðu og blaðsíðum ''GQ'' í janúar 2009. Hún segir tímaritinu að henni líði betur núna heldur en þegar hún var tvítug og þrítug. „Ég er heilbrigð. Ég finn meiri frið í sálinni og í líkamanum“ segir Aniston.
 
25. desember 2008 kom út myndin [[Marley & Me]], sem Jennifer lék í ásamt [[Owen Wilson]]. Hún setti met yfir tekjuhæstu mynd á jóladag og halaði hún inn 14,75 milljónum dollara í miðasölu. Hún halaði inn samtals 51,7 milljónum á fjögurra daga helginni og setti það myndina í fyrsta sæti vinsældarlistans og hélt hún því sæti í tvær vikur. Þann 15. febrúar 2009 var heildargróði myndarinnar 161.608.269 dollarar.
 
Næsta kvikmynd hennar var [[He's Just Not That Into You]] og var hún frumsýnd í febrúar 2009. Myndin halaði inn 27,5 milljónum dollara fyrstu sýningarhelgina og var í toppsæti vinsældarlistans. Á meðan myndin fékk mismunandi dóma voru Aniston ásamt [[Jennifer Connelly]] og [[Ben Affleck]] hrósað mikið fyrir frábæra frammistöðu í myndinni.
 
Árið 2009 hafa myndir Aniston samtals halað inn 900.618.847 dölum í Bandaríkjunum.
 
== Heimildir ==
* {{imdb nafn|0000098}}
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = Jennifer Aniston| mánuðurskoðað = ágúst| árskoðað = 2009 }}
 
{{stubbur|æviágrip|leikari}}
{{DEFAULTSORT:Aniston, Jennifer}}
[[Flokkur:Bandarískir leikarar]]
{{f|1969}}
 
[[ar:جينيفر أنيستون]]
[[az:Cennifer Eniston]]
[[bg:Дженифър Анистън]]
[[bn:জেনিফার অ্যানিস্টন]]
[[bs:Jennifer Aniston]]
[[ca:Jennifer Aniston]]
[[cs:Jennifer Aniston]]
[[csb:Jennifer Aniston]]
[[cy:Jennifer Aniston]]
[[da:Jennifer Aniston]]
[[de:Jennifer Aniston]]
[[el:Τζένιφερ Άνιστον]]
[[en:Jennifer Aniston]]
[[eo:Jennifer Aniston]]
[[es:Jennifer Aniston]]
[[et:Jennifer Aniston]]
[[eu:Jennifer Aniston]]
[[fa:جنیفر آنیستون]]
[[fi:Jennifer Aniston]]
[[fr:Jennifer Aniston]]
[[ga:Jennifer Aniston]]
[[gl:Jennifer Aniston]]
[[he:ג'ניפר אניסטון]]
[[hr:Jennifer Aniston]]
[[hu:Jennifer Aniston]]
[[id:Jennifer Aniston]]
[[io:Jennifer Aniston]]
[[it:Jennifer Aniston]]
[[ja:ジェニファー・アニストン]]
[[ko:제니퍼 애니스턴]]
[[lt:Jennifer Aniston]]
[[lv:Dženifera Anistone]]
[[mk:Џенифер Анистон]]
[[mr:जेनिफर ऍनिस्टन]]
[[ms:Jennifer Aniston]]
[[nl:Jennifer Aniston]]
[[nn:Jennifer Aniston]]
[[no:Jennifer Aniston]]
[[oc:Jennifer Aniston]]
[[pl:Jennifer Aniston]]
[[pt:Jennifer Aniston]]
[[ro:Jennifer Aniston]]
[[ru:Энистон, Дженнифер]]
[[sh:Jennifer Aniston]]
[[simple:Jennifer Aniston]]
[[sk:Jennifer Anistonová]]
[[sl:Jennifer Aniston]]
[[sq:Jennifer Aniston]]
[[sr:Џенифер Анистон]]
[[sv:Jennifer Aniston]]
[[ta:ஜெனிபர் அனிஸ்டன்]]
[[th:เจนนิเฟอร์ อนิสตัน]]
[[tr:Jennifer Aniston]]
[[tt:Дженнифер Энистон]]
[[uk:Дженніфер Еністон]]
[[vi:Jennifer Aniston]]
[[zh:珍妮佛·安妮斯顿]]