„Réttarheimspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hrafnas (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
<onlyinclude>'''Réttarheimspeki''' er sameiginleg undirgrein [[heimspeki]]nnar og [[lögfræði]]nnar, sem fjallar um eðli og heimspekilegar undirstöður [[lög|laga]] og [[lagasetning]]ar.
 
Í réttarheimspeki er meðal annars spurt hvort til sé [[náttúruréttur]] eða náttúruleg réttindi, sem menn hafa óháð lagasetningu, eða hvort allur réttur sé [[settur réttur]], þ.e. ákveðinn með lagasetningu og háður henni. Réttarheimspekingar spyrja einnig hvert sambandið er milli lagasetningar og [[siðferði]]s, um eðli og réttlætingu [[refsing]]ar og hvernig lög ''ættu'' að vera.</onlyinclude>
 
Réttarheimspeki er náskyld [[siðfræði]] og [[stjórnspeki]]. Nánast allar hliðar réttarheimspekinnar eiga rætur að rekja til [[Forngrísk heimspeki|grískrar heimspeki]], einkum rita [[Grikkland hið forna|forngríska]] heimspekingsin [[Platon]]s og til [[stóuspeki]]nnar. Meðal annarra mikilvægra hugsuða úr sögu réttarheimspekinnar má nefna [[Aristóteles]], [[Tómas af Aquino]], [[Thomas Hobbes]], [[Hugo Grotius]], [[John Locke]], [[Jeremy Bentham]], [[John Austin]], [[Georg Jellinek]], [[Lon L. Fuller]], [[H.L.A. Hart]], [[Hans Kelsen]], [[John Rawls]], [[Joseph Raz]], [[Leslie Green]] og [[Ronald Dworkin]]