„Nokia“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: kn:Nokia
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Fjarlægi: ta:Nokia (நோக்கியா); kosmetiske ændringer
Lína 22:
 
[[Mynd:Fredrik_Idestam.png|thumb|left|Fredrik Idestam, stofnandi Nokia.]]
Nokia er stærsti farsímaframleiðandi í heiminum í dag og spannar saga Nokia tæpa eina og hálfa öld. Hún hófst árið [[1865]] með [[pappír|pappírsmyllu]]smyllu, í eigu [[Fredrik Idestam]], við flúðir [[Tammerkoski]] árinnar í suðurhluta [[ Finnland]]s. Nokkrum árum síðar bætti hann annarri myllu við bakka Nokianvirta árinnar, en þaðan dregur Nokia nafn sitt.<ref>http://www.nokia.com/about-nokia/company/story-of-nokia/nokias-first-century</ref>
 
Árið [[1898]] stofnuðu nokkrir finnskir viðskiptamenn fyrirtækið ''Suomen Gummitehdas Oy'' (''Finnish Rubber Works Ltd.'' á [[enska|ensku]]) í [[Helsinki]]. Innan nokkurra ára var fyrirtækið farið að framleiða hágæða [[gúmmístígvél]] sem reyndust vera samkeppnishæf við innflutt stígvél frá [[Rússland]]i. Er framleiðslan jókst var ákveðið að færa framleiðsluna til borgarinnar Nokia og fljótlega fóru menn að leggja áherslu á Nokia nafnið. Ekki leið á löngu áður en Nokia nafnið tók að festast við gúmmívörurnar sem enn eru framleiddar undir nafninu „[[Nokian Footwear]]“. <ref>http://www.nokianfootwear.fi/eng/our_story/</ref>
Lína 29:
 
[[Mynd:Nokia HQ.jpg|thumb|250px|Höfuðstöðvar Nokia í [[Espoo]] í [[Finnland]]i. ]]
Höfuðstöðvar Nokia eru í [[ Keilaniemi]] í [[Espoo]] í Finnlandi. Árið [[1910]] varð Nokia nærri [[gjaldþrot]]a eftir [[Fyrri heimsstryjöldin|fyrri heimstyrjöldina]]. [[Verner Weckman]], fyrsti Finninn sem vann til gullverðlauna á [[Ólympíuleikarnir|Ólympíuleikum]], varð síðar framkvæmdarstjóri fyrirtækisins eftir að hafa verið tæknimaður hjá fyrirtækinu í sextán ár. Á níunda áratugnum lenti Nokia í miklum fjárhagslegum erfiðleikum aðallega vegna tölvudeildar þeirra. Þetta leiddi til þess að að framkvæmdarstjórinn [[Kari Kairamo]] framdi sjálfsvíg árið 1988. Eftir það tók [[Simo Vuorilehto]] við starfinu og þurfti hann að takast á við þau áhrif sem kreppan, sem skók Finnland árin [[1990]]–[[1993]], hafði á Nokia sem og önnur fyrirtæki.
 
Árið [[1987]] kynnti Nokia fyrsta símann sem komst fyrir í hendi og bar hann nafnið Mobira Cityman 900 og vóg ekki nema 800 grömm. Þessi sími fékk mikla umfjöllun árið 1987 þegar [[Mikhail Gorbachev]] var myndaður við að nota þennan síma til að hringja frá Helsinki til [[Moskva|Moskvu]] og fékk síminn þá nafnið „Gorba“.<ref>http://en.wikipedia.org/wiki/Nokia</ref>
Lína 37:
Fyrirtækinu er skipt í nokkrar deildir. Device & Services deildin var stofnuð [[2008]] til að auka skilvirkni í þróunarvinnu tækja og þjónustu þannig að tækifæri til vaxtar í samkeppnisumhverfu séu sem best nýtt.<ref>http://www.nokia.com/NOKIA_COM_1/About_Nokia/Financials/form20-f_08.pdf</ref> [[NAVTEQ]] er dótturfyrirtæki staðsett í [[Chicago]] sem varð að fullu í eigu Nokia 2008 við yfirtöku, er rekið sem sjálfstæð eining og vinnur að þróun í stafrænum kortum fyrir gps og annan hátæknibúnað fyrir fyrirtæki og ríki. Meðal viðskiptavina eru m.a. [[Microsoft]], [[Yahoo!]], [[BMW]], [[Chrysler]], [[Jeep]], [[Mini]], [[Garmin]], [[Mitsubishi Electric]], [[Magellan]] og [[Motorola]].<ref>http://www.navteq.com/about/findus.html</ref>
 
Árið [[2007]] varð til Nokia Siemens Networks með samvinnu Nokia og [[Siemens]]. Fyrirtækið er það stærsta í heiminum í dag sem hannar lausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga á fjarskiptamarkaði.<ref>http://www.nokia.com/NOKIA_COM_1/About_Nokia/Financials/form20-f_08.pdf</ref>
 
Árið [[2002]] setti Nokia fyrsta [[3G]] símann á markað, [[Nokia 6650]]. Í lok ársins 2007 hafði Nokia selt 440 milljónir síma sem er 40% af öllum símum sem hafa verið seldir í heiminum. Frá árunum 1996 til 2001 fimmfaldaðist gróði Nokia úr 6.5 milljörðum evra í 31 milljarð evra. Í dag er Nokia fimmta verðmætasta vörumerkið í heiminum og á nú níu símaverksmiðjur, þrjár í [[Evrópa|Evrópu]], þrjár í [[Asía|Asíu]] og þrjár í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].<ref>http://www.nokia.com/about-nokia/company/story-of-nokia/nokia-now</ref>
Lína 72:
* '''Félagsleg þróun:''' Árið 2007 hleypti Nokia af stokkunum nýrri wiki-vefsíðu, [[ShareIdeas.org]] í samstarfi við [[Vodafone]] - til að hvetja fólk til að deila hugmyndum um leiðir til að nota samskiptaleiðir farsíma til að takast á við félagslegar og umhverfislegar áskoranir.
* '''Sjálfboðastarf:''' Starfsmenn mega taka 1 til 2 vinnudaga á ári til að sinna [[sjálfboðavinna|sjálfboðavinnu]] í [[samfélag]]inu og gefa til málstaðar sem stendur þeim nærri.
* '''Samvinna við háskóla''' Nokia eru duglegir að kanna og tengjast [[opin nýsköpun|opinni nýsköpun]] í gegnum vandlega valdar rannsóknir í samstarfi við marga [[háksóli|háskóla]] og [[stofnun|stofnanir]]. Þeir gera það með því að deila auðlindum og hagnýtum hugmyndum.<ref>http://www.mobigear.net/nokia-corporate-culture.aspx</ref>
 
Helstu núverandi samstarfsaðilar eru til að mynda [[tækniháskólinn í Helsinki]] og [[tækniháskólinn í Tampere]] í Finnlandi. [[Cambridge-háskóli]] í Bretlandi, [[Massachusetts Institute of Technology]], [[Háskólinn í Kaliforníu (Berkeley)]] og [[Stanford-háskóli]] í Bandaríkjunum.<ref>http://research.nokia.com/openinnovation</ref>
Lína 91:
Hagnaður Nokia á fyrsta fjórðungi þessa árs nemur ekki nema tíunda parti hagnaðar á sama tíma í fyrra. Að frádregnum [[skattur|sköttum]] er hagnaðurinn því ekki nema 122 milljónir [[evra]] samanborið við 1,2 milljarða evra á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Sala féll um 27%, fór úr 12,7 milljörðum evra í 9,3 milljarða evra nú. þessar tölur eru sagðar endurspegla minnkandi [[eftirspurn]] eftir farsímum og á ársuppgjörskynningu Nokia þann 16. apríl kom fram að farsímasala hefði dregist saman um 33% milli ára. Fyrirtækinu hefur þó farnast betur en sumum samkeppnisaðilum þeirra í [[heimskreppa|heimskreppunni]], þótt Nokia hafi einnig þurft að bregðast við minnkandi eftirspurn. Í mars tilkynnti fyrirtækið þó að 1700 manns hefði verið sagt upp á starfsstöðum þess víða um heim.<ref>"Hagnaður Nokia hrynur", grein í Fréttablaðinu 17.4.´09</ref>
 
== Markaðssetning ==
Alger sprenging varð á farsímamarkaðnum árin 1990-2000 sem skaut Nokia upp á stjörnuhimininn en fyrirtækið er stærsta fyrirtæki [[Finnland]]s og framleiðsla þess nemur nærri fimmtungi af heildarútflutningi landsins. [[farsími|Farsímar]] fyrirtækisins eru seldir í 130 löndum víðs vegar um heiminn og starfsmenn eru um 125.000. Fyrirtækið varð fyrir tímabundnu bakslagi árið 2004 þegar samkeppnisaðilar þeirra komu með stílhreinni síma á markað sem varð til þess að markaðshlutdeild Nokia beið hnekki. Síðan þá hefur fyrirtækið náð sér á strik og árið 2008 voru fjórir af hverjum tíu seldum farsímum frá Nokia. Sölutölur hafa þó farið sífellt lækkandi síðan 2005 í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] en þar hefur markaðssetning fyrirtækisins skilað minnstum árangri. Þrátt fyrir framfarir í margmiðlun hafa þeir verið seinir að taka við sér og keppa við [[BlackBerry]] og [[iPhone]] símana.<ref>http://www.adbrands.net/fi/nokia_fi.htm</ref>
 
Lína 115:
[[Mynd:Nokia 150 and nokia 1100.jpg|thumb|Mobira Cityman 150 frá 1989 og [[Nokia 1100]] frá 2003.]]
 
* '''1960-1970''' – Nokia framleiddi talstöðvar fyrir herinn
* '''1971''' – Bílatalstöðin kom á markaðinn. Hún var svo stór að einungis var hægt að koma henni fyrir í skottinu á bílunum, en tólinu var komið fyrir nálægt bílstórasætinu
* '''1982''' – Fyrsti [[bílasími]]nn var tekinn í notkun en hann vó um 9,8kg
* '''1984''' – Símar sem hægt var að færa á milli staða skutust upp á sjónarsviðið. Þeir voru þó ennþá mjög stórir eða um 5kg svo þeir gátu ekki þjónað sama tilgangi og GSM síminn gerir í dag
* '''1987''' – Handhægir símar komu fyrst á markaðinn og vógu einungis um 800g
* '''1992''' – Fyrsti Nokia GSM síminn, [[Nokia 1011]], leit dagsins ljós.<ref>http://en.wikipedia.org/wiki/Nokia</ref>
 
Farsímarnir starfa í dag flestir á [[GSM]]/[[EDGE]], [[3G]]/[[WCDMA]] og á [[CDMA]] stöðlum en aukin áhersla er á [[Bluetooth]], [[GPS]] og [[WLAN]] sem í framtíðinni er ætlað að sýna staðsetningu á korti af byggingum svo sem flugstöðvum og verslunarmiðstöðum.<ref>http://www.nokia.com/technology/upcoming-innovations</ref>
 
Fyrstu vísbendingar um að Nokia ætlaði að fara þá leið að einbeita sér að farsímum og símatækni var árið [[1960]] þegar stofnuð var lítil raftækjadeild innan fyrirtækisins. Síðan var fyrsta raftækið framleitt árið [[1962]]. Árið [[1967]] var þessi raftækjadeild gerð að sér sviði og var þar byrjað að framleiða samskiptabúnað. Nokia notaði samskiptatæknina til að búa til talstöðvar og framleiða þær fyrir herinn en líka til sölu. Þetta var gert frá því á sjöunda áratugnum.<ref>http://www.nokia.com/about-nokia/company/story-of-nokia/nokias-first-century</ref>
Lína 152:
Eins og sést eru vísindamenn greinilega ekki sammála um skaðsemi farsíma. Flestir vísindamenn halda því þó fram að það sé engin skaðsemi af farsímum en geta ekki sannað það. Margar rannsóknir hafa þó sýnt einhver tengsl. Rannsóknir þarf að endurtaka oft til þess að sanna kenningu. Kenning telst sönnuð þegar sama niðurstaðan kemur í hvert skipti sem rannsóknin er framkvæmd. Þannig að þó að tengsl sjáist stöku sinnum er það ekki nóg til að að skaðsemi sé sönnuð.
 
=== Líffræðileg áhrif farsímanotkunar ===
 
Farsímar hafa samband við móðurstöðvar sínar með því að senda og taka á móti [[örbylgja|örbylgjum]] svipuðum þeim sem notaðar eru í [[örbylgjuofn]]um. Oft er talað um [[geislun]] frá farsímunum í þessu sambandi. Hafa þarf í huga að rafsegulrófið spannar vítt svið. Örbylgjugeislun hefur aðra eiginleika en svokölluð jónandi geislun sem kemur t.d. frá [[röntgengeislun|röntgentækjum]]. Jónandi geislun hefur hærri tíðni og meiri orku en ljós og þar með meiri [[efnafræði]]leg áhrif það er öfugt með örbylgjugeislun. Þar sem örbylgur eru ekki jónandi ættu þær ekki að geta valdið skemmdum á erfðaefninu [[DNA]], [[stökkbreyting]]um eða [[krabbamein]]i.<ref>http://www.gr.is/fraedsluefni/sol/nr/31</ref>
Lína 166:
Umhverfisverndarstefna fyrirtækisins er byggð á alþjóðlegum reglum og stöðlum. Markmið þeirra er þó að gera meira en að fylgja aðeins eftir reglum um [[umhverfisvernd]] og fara þeir mun lengra en krafist er samkvæmt lögum. Því eru umhverfismál nú samtvinnuð inn í viðskiptahætti Nokia.
 
* '''Umsjón með efnum.''' Fyrirtækið hefur bæði eftirlit og náið samband við birgja sína. Gerðar eru kröfur um fullkomnar upplýsingaflæði um efnin sem notuð eru í símbúnaðinn. Sú vinna byggist á meginreglu þeirra um að gæta ætíð fyllstu varúðar og vinna stöðugt í að lágmarka magn þeirra efna sem valda áhyggjum. Auk þess er sífellt verið að skoða möguleikana á að nota umhverfisvænni efni, svo sem bæði lífrænt og endurunnið plast og endurunna málma.
 
* '''Orkunýting.''' Þess er gætt að búnaður frá fyrirtækinu noti eins litla orku og mögulegt er. Einnig er unnið að því að minnka orkuneyslu frá starfsseminni og stefnt að hagkvæmri orkunýtingu með helstu birgjum.
 
* '''Taka við aftur og endurvinna.''' Nokia vill auka vægi [[endurvinnsla|endurvinnslu]] meðal neytenda sinna og býður því upp á þjónustu sem einfaldar neytendum endurvinnslu á gömlum símbúnaði.<ref>http://www.nokia.com/environment/our-responsibility/environmental-strategy</ref>
 
=== Söfnunarbaukar ===
Lína 259:
[[sr:Нокија]]
[[sv:Nokia]]
[[ta:Nokia (நோக்கியா)]]
[[te:నోకియా]]
[[th:โนเกีย]]