„Finnbogi Jónsson (lögmaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Finnbogi Jónsson Maríulausi''' (um [[1440]] - eftir [[1513]]) var íslenskur [[lögmaður]] og [[sýslumaður]] á [[15. öld|15.]] og [[16. öld]]. Hann bjó í [[Ás (Kelduhverfi)|Ási]] í [[Kelduhverfi]].
 
Finnbogi var sonur [[Jón Pálsson Maríuskáld|Jóns Pálssonar Maríuskálds]], prests á [[Grenjaðarstaður|Grenjaðarstað]], og fylgikonu hans Þórunnar Finbogadóttur gamla Jónssonr í Ási. Líklega hefur Finnbogi fengið viðurnefnið af því að hann hefur ekki þótt jafnguðrækinn og hliðhollur Maríu mey og faðir hans. Hann varð lögmaður norðan og vestan eftir lát [[Hrafn Brandsson (eldri)|Hrafns Brandssonar]] og gegndi embættinu frá [[1484]] til [[1508]]. Hann er þó kallaður lögmaður í dómi frá [[1581]] en þar var Hrafn lögmaður sjálfur annar málsaðilinn og hefur Finnbogi þá verið fenginn til að hlaupa í skarðið. Hann þótti lögfróður og skarpvitur en hafði misjafnt orð á sér fyrir lagakróka og ásælni.