„Torfi Arason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Torfi Arason''' (um [[1405]] – [[1459]]) var íslenskur höfðingi á [[15. öld]], [[hirðstjóri]] norðan og vestan og [[riddari]]. Hann bjó á [[Stóru-Akrar|Stóru-Ökrum]] í [[Blönduhlíð]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]].
 
Torfi er í ''Sýslumannaæfum'' sagður sonur Ara stóra og sagt að ekkert sé um hann vitað. Hann er þó talinn hafa verið sonur Ara dalaskalla Ásbjarnasonar, sýslumanns í [[Snóksdalur|Snóksdal]], og Guðríðar Ásbjarnardóttur konu hans, og bróðir Daða Arasonar í Snóksdal, afa [[Daði Guðmundsson|Daða Guðmundssonar]], sem fangaði [[Jón Arason]] og syni hans. Laust eftir 1440 giftist hann [[Akra-Kristín Þorsteinsdóttir|Akra-Kristínu]] Þorsteinsdóttir á Stóru-Ökrum, sem þá var ekkja eftir [[Helgi Guðnason|Helga Guðnason]] lögmann, og bjuggu þau á Ökrum.
 
Torfi fékk riddarabréf hjá [[Kristján 1.|Kristjáni 1.]] Danakonungi [[30. nóvember]] [[1450]] og var skjaldarmerki hans hvítabjörn á bláum feldi og hálfur hvítabjörn á ofanverðum skildinum. Hann fékk jafnframt hirðstjórn norðan lands og vestan. Hann fékk líka [[Vestmannaeyjar]] að léni hjá konungi og skyldi gjalda eftir þær sjö [[skreið]]arlestir á ári. Hann kom með svonefnda Lönguréttarbót Kristjáns 1. með sér til landsins. Hann hélt hirðstjóraembættinu þar til hann dó í [[Björgvin]] síðsumars [[1459]].
 
Dætur þeirra Kristínar voru Málmfríður, kona [[Finnbogi Maríulausi Jónsson (lögmaður)|Finnboga Maríulausa Jónssonar]] lögmanns í [[Ás í (Kelduhverfi)|Ási]] í [[Kelduhverfi]], og Guðrún fylgikona Einars Benediktssonar prests á [[Skinnastaður|Skinnastað]] og síðast ábóta á [[Munkaþverárklaustur|Munkaþverá]] og móðir Finnboga Einarssonar ábóta þar.
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3290890|titill=Brennt silfur, smjör og slátur. Lesbók Morgunblaðsins, 9. júlí 1967.}}
* ''[[Safn til sögu Íslands]]''. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
 
[[Flokkur: 15. öld]]