„Ritstíll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ca:Estil literari
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
* 2. Þú skalt finna hverju orði sem bestan stað í verkum þínum.
* 3. Þú skalt aldrei nota fleiri orð en þörf krefur.
 
== Orðaforði og ritstíll ==
Ritstíll litast mjög af orðaforða höfundar, málfræðikunnáttu hans og lestri almennt. Hættan er því mikil þegar heil þjóð gefst upp á fjölbreytni orðanna og dýpri merkingu í málfræði tungunnar. [[Helgi Hálfdanarson (þýðandi)|Helgi Hálfdanarson]] þýðandi, skrifaði í [[Morgunblaðið]] árið [[1980]], og varaði við vankunnáttu og einföldunum. Hann taldi minnkandi orðaforða og verri málfræðikunnáttu skila sér í takmarkaðri möguleika til stílkosta. Hann skrifaði:
:Eitthvert geigvænlegsta hnignunarmerki tungunnar er flóttinn til einföldunar. Einföldun máls er jafnan af hinu illa. Hún gerir tungutakið fátæklegra, eyðir hollri fjölbreytni í orðafari, þurrkar út blæbrigði merkinganna, sviptir málið nákvæmni sinni og þröngvar stílkosti þess. Þeir sem ofnota skildagatíð vegna óvissu sinnar um viðtengingarhátt, fremja í einföldunar skyni rosaleg málspjöll, sem stefna á útrýmingu sagnbeyginga. Þeir sem nota í tíma og ótíma veikbeygð orð vegna vafa síns um notkun sterkbeygðra orða, vinna til einföldunar ámóta óþurftarverk. Þeir sem banna sögnina „brúka“, eru að þrengja svigrúm málsins með einföldun í orðavali á sama hátt og þeir sem ofnota „brúka“ í stað „nota“. Þó að merking þessara sagna sé næsta lík, hafa þær sitt stílgildið hvor, og sá þarflegi munur máist brott, ef þær eru lagðar að jöfnu í notkun. Orðin „bíll“ og „bifreið“ eru bæði ómissandi, þó að merking þeirra sé hin sama; „bifreið“ getur brugðið á hugtakið nokkrum svip sparibúnings vegna þess að orðið „bíll“ er haft til hversdags-nota. Sú einföldun máls að útrýma öðruhvoru orðinu, væri því málspjöll. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1522792 Þið, um þér, frá vor, til oss; grein í Morgunblaðinu 1980]</ref>
 
== Ritstílar ==