„Ólafur Stephensen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Lína 1:
'''Ólafur Stephensen''' (''Ólafur Stefánsson'') ([[3. maí]] [[1731]] – [[11. nóvember]] [[1812]]) var [[Stiftamtmenn á Íslandi|stiftamtmaður á Íslandi]] á árunum [[1790]] til [[1806]].
 
Ólafur var fæddur á [[Höskuldsstaðir (Skagaströnd)|Höskuldsstöðum]] á [[Skagaströnd (sveit)|Skagaströnd]] og voru foreldrar hans Stefán Ólafsson prestur þar og fyrri kona hans, Ragnheiður Magnúsdóttir frá [[Espihóll|Espihóli]]. Hann fór í [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] og útskrifaðist þaðan [[1751]], sigldi síðan og lauk lögfræðiprófi frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] [[1754]]. Hann var fyrst bókhaldari við [[Innréttingarnar]] en árið 1756 var hann settur varalögmaður norðan og vestan. Síðar varð hann aðstoðarmaður [[Magnús Gíslason (1704amtmaður)|Magnúsar Gíslasonar]] [[amtmaður|amtmanns]] og tók við embættinu er hann andaðist [[1766]]. Þegar landinu var skipt í tvö ömt 1770 varð Ólafur amtmaður í Norður- og Austuramti.
 
Árið 1783 fékk hann lausn frá embætti af því að hann vildi ekki flytja norður í land eins og ætlast var til og var [[Stefán Þórarinsson]] skipaður í staðinn. En þegar suður- og vesturamtinu var skipt í tvennt 1787 varð Ólafur amtmaður í vesturamtinu og 14. apríl [[1790]] varð hann jafnframt [[stiftamtmaður]]. 1793 hafði hann amtaskipti og var skiptur yfir suðuramtið. Hann fékk lausn frá embættum sínum 1806 en fékk að búa áfram endurgjaldslaust í [[Viðey]], þar sem hann var þá. Fyrst hafði hann búið á [[Leirá]] í [[Leirársveit]], síðan á [[Bessastaðir|Bessastöðum]], [[Elliðavatn]]i, í [[Sviðholt]]i og á [[Innri-Hólmur|Innra-Hólmi]].