„Eggert Björnsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Eggert Björnson ríki''' ([[1612]] - [[14. júní]] [[1681]]) var íslenskur [[sýslumaður]] og stórbóndi á [[17. öld]] og var talinn auðugasti maður landsins um sína daga. Hann var af ætt [[Skarðverjar|Skarðverja]] og bjó á [[Skarð á Skarðsströnd|Skarði á Skarðsströnd]].
 
Eggert var sonur [[Björn Magnússon|Björns Magnússonar]] sýslumanns í [[Saurbær á Rauðasandi|Bæ]] á [[Rauðisandur|Rauðasandi]], sonar [[Magnús Jónsson prúði|Magnúsar prúða]], og fyrri konu hans Sigríðar Daðadóttur frá Skarði. Móðir hans dó þegar hann var barn að aldri og hann ólst að einhverju leyti upp í [[Bræðratunga|Bræðratungu]] hjá [[Gísli Hákonarson|Gísla Hákonarsyni lögmanni]]. Yngri hálfsystkini hans voru þau [[Páll Björnsson]] prestur í [[Selárdalur|Selárdal]] og Sigríður prestsfrú í [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]], móðir [[Björn Þorleifsson biskup|Björns Þorleifssonar]] biskups á Hólum.
 
Eggert var sýslumaður í [[Barðastrandarsýsla|Barðastrandarsýslu]] og dyggur liðsmaður Páls bróður síns í [[galdramál á Íslandi|galdraofsóknum]] þar. Hann erfði mikið fé eftir móður sína og foreldra hennar, Daða Bjarnason og Arnfríði Benediktsdóttur á Skarði, og gekk vel að auka við þann auð. Honum tókst að eignast allar jarðir á [[Skarðsströnd]] nema eina og var það [[Arnarbæli]]. Sagt er að honum hafi gramist það mjög og mælt: „Oft vekur þú mig, Arnarbæli." Þegar ''[[Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns]]'' var gerð í upphafi 18. aldar áttu dætur Eggerts og tvær dótturdætur um 3,5% allra jarðeigna á Íslandi.
 
Kona Eggerts var Valgerður Gísladóttir (um [[1612]]-[[1702]]), dóttir Gísla Hákonarsonar í Bræðratungu og Margrétar Jónsdóttur konu hans. Er sagt að hann hafi áður beðið Kristínar systur hennar og hafi hún verið heitin honum en þegar [[Þorlákur Skúlason]], þá nýorðinn Hólabiskup, bað Kristínar þótti Gísla illt að neita og samdi við Eggert og föður hans um að Eggert fengi yngri systurinnar í staðinn. Gengu þau í hjónaband [[1633]] og bjuggu alla tíð á Skarði. Báðir synir þeirra dóu um tvítugt og tvær dætur einnig en fimm lifðu: [[Guðrún Eggertsdóttir|Guðrún]] (eldri), sem lengi bjó ekkja í Bæ á Rauðasandi og hafði verið gift Birni Gíslasyni sýslumanni þar; [[Arnfríður Eggertsdóttir|Arnfríður]] húsfreyja á Skarði, gift Þorsteini Þórðarsyni; Helga eldri, bjó ógift á Dagverðarnesi; Helga yngri, kona Guðmundar Þorleifssonar ríka í [[Brokey]]; og Guðrún yngri, kona Guðmundar Sigurðssonar bónda í [[Álftanes (Mýrum)|Álftanes]]i á [[Mýrum]]. Dæturnar giftust allar seint því fáir þóttu þeim samboðnir.
 
== Heimildir ==
Lína 12:
[[Flokkur:Skarðverjar]]
[[Flokkur:Sýslumenn]]
 
{{fd|1612|1681}}