„Magnús blindi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kiwi (spjall | framlög)
m +iw
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Magnús blindi''' eða '''Magnús 4. Sigurðsson''' (um [[1115]] - [[12. nóvember]] [[1139]]) var konungur [[Noregur|Noregs]] [[1130]]-[[1135]] með [[Haraldur gilli|Haraldi gilla]] og aftur að nafninu til [[1137]]-[[1139]].
 
Magnús var sonur [[Sigurður Jórsalafari|Sigurðar Jórsalafara]] og frillu hans Borghildar Ólafsdóttur. Þegar faðir hans dó 1130 var hann um 15 ára að aldri en hafði að sögn þegar tekist að gera sig óvinsælan hjá hirðinni með hroka sínum og yfirgangi. Sigurður ætlaðist til að hann tæki einn við konungdæminu og hafði tekið loforð af Haraldi gilla, (meintum) hálfbróður sínum um að hann mundi ekki krefjast konungsnafnbótar meðan þeir feðgar lifðu en um leið og Sigurður dó rauf Haraldur heit sitt og lét taka sig til konungs á Haugaþingi, en Magnús hafði áður verið kjörinn konungur í [[Víkin (Noregi)|Víkinni]]. Seinna sama ár voru þeir kjörnir samkonungar á [[Eyraþing]]i í [[Þrændalög]]um.