„Þrjátíu ára stríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m: Stafsetnng
Lína 4:
== Aðdragandi ==
[[Mynd:Joseph_Heintz_d._Ä._003.jpg|thumb|100px|right|Ferdinand 2. keisari hins Heilaga rómverska ríkis.]]
[[ÁgsborgarfriðurinnAugsborgarfriðurinn]] ([[1555]]) staðfesti að þýsku furstarnir (225 að tölu) gætu valið héruðum sínum trú ([[Lútherstrú|lútherstrú]] eða [[Kaþólsk trú|Kaþólskakaþólska trú]]) samkvæmt skilyrðinu ''cuius regio, eius religio'' í [[Hið heilaga rómverska keisaradæmi|Hinu heilaga rómverska keisaradæmi]] sem náði á þeim tíma yfir [[Þýskaland]], [[Austurríki]], [[Ungverjaland]] og [[Bæheimur|Bæheim]]. Keisarinn var kosinn til ævilangrar setu af sjö [[kjörfursti|kjörfurstum]] sem voru greifinn í [[Pfalz]], hertoginn af [[Saxland]]i, markgreifinn af [[Brandenburg]] og konungurinn í Bæheimi, auk erkibiskupanna í [[Mainz]], [[Trier]] og [[Köln]]. Keisaradæmið var í reynd orðið erfðaveldi [[Habsborgarar|Habsborgara]] sem fylgdi hertogadæminu í [[Austurríki]]. Hertoginn af [[Austurríki]] var auk þess venjulega einnig konungur Ungverjalands og Bæheims, en þar með hafði hann eitt atkvæði við kjör nýs keisara.
 
Í kringum árið [[1615]] var ljóst að til átaka myndi koma í Evrópu. [[Spánn]] stefndi að því leynt og ljóst að leggja undir sig [[Holland]] sem gert hafði uppreisn gegn Spáni [[1561]] og lýst yfir sjálfstæði árið [[1581]] með fulltingi [[Bretland|Breta]]. [[Spænsku Niðurlönd]] voru enn undir leppstjórn Spánar, þar sem Habsborgarar voru við völd, og gerður hafði verið vopnahléssamningur árið [[1609]] sem átti að gilda til [[1621]]. Til þess að koma her og hergögnum frá Spáni til Spænsku Niðurlanda þurftu Spánverjar að geta ferðast eftir [[Rínarfljót]]i, en þar var fyrir þeim kjörfurstinn í Pfalz sem var [[Kalvínismi|kalvínisti]]. Ljóst var að bæði [[Frakkland|Frakkar]] og [[Bretland|Bretar]] myndu gera það sem þeir gætu til að standa gegn fyrirætlunum Spánverja. Það bjuggust því allir við að styrjöld hæfist árið 1621 og að hún myndi eiga sér stað í [[Niðurlönd]]um og við Rínarfljót. Raunin varð hins vegar allt önnur.
Lína 13:
[[Matthías keisari]] og konungur Bæheims, sem verið hafði umburðarlyndur gagnvart framsókn mótmælendatrúar, tilnefndi árið [[1617]] [[Ferdinand 2. keisari|Ferdinand]] af [[Styrja|Styrju]] sem eftirmann sinn í embætti. Ferdinand þótti óbilgjarn kaþólikki og hafði bælt niður mótmælendur í hertogadæmi sínu. Í Bæheimi voru á þessum tíma margir kalvínistar auk [[Hússítar|hússíta]] og [[Útrakismi|útrakista]] sem voru umbótahreyfingar innan kaþólsku kirkjunnar en litnar hornauga af henni. Þótt Habsborgarar hefðu ríkt sem konungar í Bæheimi óslitið frá [[1526]] var konungurinn samt kosinn af háaðlinum. Þegar Ferdinand sendi tvo sendimenn til [[Prag]] árið [[1618]] til að undirbúa kjör sitt, var þeim hent út um glugga á konungshöllinni af mótmælendum. Þeir lentu að vísu mjúklega í heyi (eða skít, í sumum heimildum). Aðallinn kaus svo [[Friðrik V kjörfursti|Friðrik V]], kjörfursta í Pfalz, sem konung yfir Bæheimi.
</onlyinclude>
Bæheimska uppreisnin breiddist út til nærliggjandi héraða, [[Silesía|SilesíuSlésíu]], [[Mæri]] og [[Lausitz]] og furstinn í [[Transylvanía|Transylvaníu]], [[Bethlen Gábor]] réðist inn í Ungverjaland til stuðnings mótmælendum. Í Bæheimi flýðu kaþólikkar til borgarinnar [[Pilsen]] og bjuggust til varnar. Hershöfðinginn [[Ernst von Mansfeld]] tók borgina [[21. nóvember]] [[1618]]. Mansfeld hafði verið sendur til aðstoðar uppreisnarmönnum af hertoganum af [[Savoja]] sem einnig óttaðist innrás Spánverja.
 
[[Mynd:Battle of White Mountain.jpg|thumb|200px|left|Orrustan við HvítufjöllHvítafjall]]
Friðrik var greifi af Pfalz og kalvínisti og því álitinn sjálfsagður útvörður mótmælenda á Rínarfljóti gegn yfirvofandi innrás Spánverja. Auk þess þótti ljóst að Ferdinand myndi ekki sætta sig við að missa konungdóm í Bæheimi. En þótt Friðrik væri lattur til þess, hélt hann engu að síður til Prag til að taka við konungdómi um haustið [[1619]]. Hann ríkti sem konungur um veturinn 1619-[[1620]] (hann var síðar kallaður „vetrarkonungurinn“) en krýning hans fór fram haustið eftir. Í millitíðinni hafði Ferdinand verið kosinn keisari, eftir málamyndamótmæli frá fulltrúa Pfalz, og gert bandalag við hinn kaþólska [[Maximilian I]] af Bæjaralandi. Með blessun hins lútherska [[Jóhann Georg II|Jóhanns Georgs]] af [[Saxland]]i, sendu þeir saman herlið til Bæheims undir stjórn [[Tilly]]s hershöfðingja. Mansfeld var sigraður í orrustu við [[Sablat]] og hvarf af vettvangi með leifar liðs síns. Herir keisarans unnu síðan endanlegan sigur yfir uppreisnarmönnum í [[Orrustan við Hvítufjöll|orrustunni við Hvítufjöll]] [[8. nóvember]] 1620, einungis tveimur mánuðum eftir krýningu Friðriks. Friðrik þurfti að flýja í útlegð og eyddi næstu árum í að afla stuðnings við kröfu sína um konungdóm í Bæheimi. Í Bæheimi fóru fram svo umfangsmiklar trúarhreinsanir að mótmælendaaðallinn hvarf algerlega og Bæheimur varð rómversk-kaþólskur eftir. Lönd mótmælendafursta voru tekin og seld kaþólskum aðalsmönnum eins og [[Albrecht von Wallenstein]]. Her Tillys hélt áfram herför sinni til Pfalz og lagði Rínarhéruðin undir sig með stuðningi Spánverja [[1623]]. Maximilian af Bæjaralandi var gerður að kjörfursta sama ár.