„Þorsteinn frá Hamri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Verund (spjall | framlög)
Ný síða: '''Þorsteinn frá Hamri''' (Þorsteinn Jónsson), (15 Mar 1938 – ) er íslenskur rithöfundur. Hann hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til [[Tilnefningar_til_bókmenntaverðlauna_...
 
Verund (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Þorsteinn frá Hamri''' (Þorsteinn Jónsson), ([[15. Marmars]] [[1938]] – ) er íslenskur rithöfundur. Hann hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til [[Tilnefningar_til_bókmenntaverðlauna_Norðurlandaráðs_frá_Íslandi|bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs]].
 
==Ævi==
'''Þorsteinn frá Hamri''' er fæddur að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi og landsprófi frá [[Reykholtsskóli|Reykholtsskóla]] 1954 og stundaði síðan nám í Kennaraskóla Íslands 1955 til 1957. Þorsteinn vann sem aðstoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs frá 1961 til ársins 1967, en frá þeim tíma hefur hann haft ritstörf að aðalstarfi. Þorsteinn hefur jafnframt unnið að gerð útvarpsþátta, prófarkalestri og þýðingum.
 
Þorsteinn var ritari í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1966 til 1968 og varamaður í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1984 til 1986. Hann var ennfremur meðstjórnandi í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1986 til 1988. Hann var gerður að heiðursfélaga sambandsins árið 2006.
 
Fyrsta ljóðabók Þorsteins, Í svörtum kufli, kom út árið 1958. Þorsteinn er afkastamikið ljóðskáld en hefur einnig skrifað skáldsögur og þætti. Fyrsta skáldsaga hans, Himinbjargarsaga eða Skógardraumur, ævintýri kom út 1969. Hann er einnig ötull þýðandi og hefur m.a. þýtt fjölmargar barnabækur.
 
Þorsteinn frá Hamri býr í [[Reykjavík]].
 
===Verðlaun og viðurkenningar===