„Suðurganga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Suðurganga''' er heiti sem Íslendingar höfðu á miðöldum um [[pílagrímsferð]]ir [[helgir staðir|helgra staða]] suður í löndum. Oftast var farið til [[Róm]]ar en einnig tíðkuðust suðurgöngur til annarra helgra staða, svo sem [[Santiago de Compostela]] á Spáni eða jafnvel allt til [[Jórsalaför|Jórsala]] ([[Jerúsalem]]).
 
Fjölmargir Íslendingar fóru í suðurgöngu á miðöldum og hafa þær sjálfsagt hafist þegar við [[kristnitaka|kristnitöku]]. Í [[Njála|Njálu]] er sagt að [[Flosi Þórðarson]] hafi farið í suðurgöngu eftir [[Njálsbrenna|Njálsbrennu]] og [[Kári Sölmundarson]] einnig. Hin víðförla [[Guðríður Þorbjarnardóttir]] gekk til Rómar og gerðist einsetukona þegar hún kom heim. Í gestabók klaustursins í [[Reichenau]], þar sem skráð eru nöfn allra pílagríma sem þar komu við á 9., 10. og 11. öld, er að finna 39 nöfn karla og kvenna sem sögð eru vera frá Hislant terra (Íslandi).
 
Margir fóru líka í suðurgöngu á 12. og 13. öld og í [[Sturlunga|Sturlungu]] eru nefndir fjölmargir Íslendingar sem gengu suður. Frægust er frásögnin af [[Sturla Sighvatsson|Sturlu Sighvatssyni]], sem leiddur var um Róm og hýddur en konur og karlar máttu ekki vatni halda að sjá svo fríðan mann jafnhörmulega leikinn. [[Gissur Þorvaldsson]], [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeinn ungi]], [[Órækja Snorrason]] og fleiri höfðingjar gengu líka suður. [[Nikulás ábóti]] á [[Munkaþverárklaustur|Munkaþverá]] (d. 1159) skrifaði leiðarlýsingu fyrir pílagríma og studdist þar við eða þýddi erlendar leiðarlýsingar. [[Gissur Hallsson]] skrifaði ferðabók sem hét ''Flos peregrinationis'' og mun hún hafa verið á latínu en hún er nú glötuð.