Munur á milli breytinga „Hljómsveit“

ekkert breytingarágrip
'''Hljómsveit''' er hópur [[hljóðfæraleikari|hljóðfæraleikara]], stundum með [[söngursöngvari|söngvara]] eða söngvurum, sem spilar saman í sameiginlegum takti og mestallan tímann í samhljómi (þarf reyndar alls ekki að vera ef hljómsveitin spilar í framsækinni klassískri stefnu). Hljómsveit sem samanstendur aðeins af söngvurum er kölluð [[kór]].
 
Ýmiss nöfn eru notuð til að skilgreina eðli sveitarinnar s.s. stærð og [[tónlistarstefna|tónlistarstefnu]]. Þegar meðlimir sveitarinnar eru aðeins tveir (þótt deila megi um að það eigi að vera kallað hljómsveit) er hún kölluð dúett, þegar þeir eru þrír; tríó, fjórir; kvartett, fimm; kvintett, sex; sextett, sjö; sebtett, átta; oktett, níu; nontett. Stærri sveitir eru yfirleitt kallaðar eitthvað annað. Í [[rokk]]i eru þessi nöfn yfirleitt ekki notuð en þau eru viðhöfð í [[blús]], [[djass]]i og [[Klassísk tónlist|klassík]], í [[raftónlist]] eru þau notuð af og til. Flestar [[rokksveit|rokksveitir]] eru þó kvintettar eða kvartettar og í hráustu afbrigðum hennar eru tríó mjög algeng.
Óskráður notandi