„Hljómar - Fyrsti kossinn -Bláu augun þín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kfk (spjall | framlög)
Lína 43:
 
== Textabrot af bakhlið plötuumslags ==
{{tilvitnun2|Það var eins og eitthvað mikið stæði til þegar hljóðritun á þessari fyrstu plötu Hljóma fór fram í útvarpssal fyrir stuttu. Skrifstofustúlkur útvarpsins, þrjár eða fjórar, dokuðu við og hlustuðu hugfangnar, og [[Pétur Steingrímsson]], sem annaðist hljóðritunina, fékk sér auka „kók". [[Andrés Indriðason]] aðdáandi Hljóma númer 1, 2 og 3 brosti út undir eyru og vel það, og [[Sveinn Þormóðsson]] ljósmyndari, sem síðustu árin hefur ekki getað dansað annað en rólegan vals, fór allur að iða þegar [[Rúnar|Rúnar Júlíusson|Rúnar]] söng Fyrsta kossinn. [[Gunnar Guðmundsson]], framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem átti leið þarna um, lagði við hlustirnar þegar [[Engilbert Jensen|Engilbert]] spreytti sig á endatóninum í Bláu augun þín. [[Ólafur Gaukur]], sem samið hafði textana fyrir Hljóma var til staðar til að breyta einhverju ef með þyrfti, en [[Gunnar Þórðarson|Gunnar]] gítarleikari, sem samið hafði lögin, söng millirödd í sitt hvoru laginu til að gefa þeim hinn rétta blæ. [[Erlingur Björnsson|Erlingur]] gítarleikari, sem sofnað hafði undir ljósalampa tveimur kvöldum áður, stóð úti í horni viðþolslaus og var jafnvel enn dekkri á litinn en síðasti móhikaninn. [[Pétur Östlund]], sem sýndi frábæran trommuleik í Fyrsta kossinum, bauðst til að árita mynd af Hljómum fyrir nokkrar ungar stúlkur, sem biðu frami á gangi. En þó að hann væri að taka við af Engilbert, sem trommuleikari Hljóma, þá vildu þær ekki sjá nafn hans á myndirnar, hann var alveg hárlaus,sögðu þær og þó var Pétur búinn að safna hári í tvo mánuði. Þannig leið dagurinn og þegar hljóðritun plötunnar var lokið, þá voru allir viðstaddir sannfærðir um, að eitthvað mikið hefði verið að ske; fyrsta íslenzka hljómplatan í þessum stíl var orðin að veruleika og auðvitað var hún með hinum óviðjafnanlegu Hljómum.|[[Svavar Gests]]}}
 
[[Flokkur:SG-hljómplötur]]