„Vatnsleysuströnd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Ströndin milli Voga og Hvassahrauns (Kúagerðis)norðan á Reykjanesskaga heitir Vatnsleysuströnd. Þar var öflug árabátaútgerð frá mörgum býlum öldum saman. Róið var úr m...
 
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{hreingerning}}
Ströndin milli Voga og Hvassahrauns (Kúagerðis)norðan á Reykjanesskaga heitir Vatnsleysuströnd. Þar var öflug árabátaútgerð frá mörgum býlum öldum saman. Róið var úr mörgum vörum við bæina og stutt á miðin. Á vetrarvertíð voru vermenn úr öðrum byggðarlögum til viðbótar við heimamenn. Auk útræðis áttu bændur kýr og kindur og höfðu féð á sumrin í seljum upp í heiðinni sunnar á skaganum. Gamli almenningsvegurinn út á Suðurnes lá um Vatnsleysuströnd og síðar gamli Keflavíkurvegurinn en eftir að Reykjanesbrautin kom til er Vatnsleysuströndin ekki lengur í þjóðleið og gamli Keflavíkurvegurinn innansveitarvegur þar. Vatnsleysuströnd er hluti af Sveitarfélaginu Vogum og búa þar um 100 manns en um 1200 í sveitarfélaginu öllu. Þekktasta jörðin á Vatnsleysuströnd er Kálfatjörn. Þar er kirkja sveitarinnar, byggð 1893, friðuð og falleg kirkja. Þar er einnig golfvöllur og minjasvæði.