„Manntalið 1703“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Mynd og lagfæringar
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
'''Manntalið 1703''' var fyrsta heildar[[manntal]] sem gert var á Íslandi.
Manntalið var jafnframt fyrsta manntal sem náði til allra íbúa í heilu landi þar sem getið var nafns, aldurs og stöðu íbúanna í þjóðfélaginu. Ákvörðun um gerð manntalsins var tekin vegna bágrar efnahagsstöðu þjóðarinnar á [[17. öld]]. [[Árni Magnússon]] og [[Páll Vídalín]] (sem þá var vara[[lögmaður]]) voru valdir til þess að rannsaka hag landsins og leggja til úrbótatillögur, og var manntalið ein forsenda þeirra.
 
Starf þeirra fólst einnig í að semja [[Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns|jarðabók]], sem tók 12 ár ([[1702]]–[[1714]]). Erindisbréf [[Danmörk|Danakonungs]] til Árna og Páls, dagsett [[22. maí]] [[1702]], segir til um gerð manntalsins í 8. grein. Að auki skyldi gert búfjártal. Í [[október]] [[1702]] sendu þeir Árni og Páll bréf til allra sýslumanna þar sem gefin voru nákvæm fyrirmæli um töku manntalsins. Fyrirmælin voru töluvert nákvæmari en komu fram í erindisbréfinu, sem sýnir að hugmyndin hafi þróast í höndum þeirra. Í uppkasti að erindisbréfi, sem Árni Magnússon gerði vorið [[1702]] segir: