„Falklandseyjastríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: el:Πόλεμος των Φώκλαντ; kosmetiske ændringer
m →‎Fyrstu flugorrusturnar: nota rétt fall fyrir "Matra-flugskeytið"
Lína 68:
Þennan sama dag mættust flugvélar þjóðanna í fyrstu flugorrustum stríðsins. Þrjár argentínskar [[Mirage-flugvél]]ar freistuðu þess að skjóta niður tvær Harrier-þotur sem voru á eftirlitsflugi austur af eyjunum. Mirage-þoturnar, sem voru töluvert hraðfleygari, skorti mjög flugþol og þegar þær urðu varar við Harrier-þoturnar sneru þær við. Bresku flugmönnunum tókst að koma andstæðingum sínum gjörsamlega í opna skjöldu og skutu eina Mirage-þotuna niður. Önnur argentínsk vél varð hins vegar fyrir því óláni að vera skotin niður af loftvarnasveitum argentínska setuliðsins.
 
Fyrstu loftorrusturnar höfðu sýnt yfirburði bresku Harrier-þotanna og sérstaklega bresku flugmannanna. Bandaríska [[Sidewinder AIM-9L]] flugskeytið sem var aðalvopn Harrier-þotanna hafði sannað yfirburði sína yfir franska [[Matra-flugskeyti|Matra-flugskeytinu]]ð sem Argentínumenn notuðu. Aðalmunurinn fólst í því að Sidewinder-skeytið leitaði uppi hitaútblástur skotmarksins meðan Matra notaðist við ratsjábylgjur. Síðarnefnda aðferðin var á þessum tíma orðin úrelt vegna ratsjárbylgjunema sem er að finna á nútíma orrustuþotum sem gerði þeim kleift að forðast skeytin.
 
=== ''Belgrano'' sökkt ===