„Skálholtsskóli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Lagfærði tengil.
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 15:
Stefán biskup Jónsson var ágætlega menntaður, hafði lært í Frakklandi og víðar, og hélt latínuskóla í Skálholti, að minnsta kosti frá því fyrir 1493 til eftir 1507. Honum stýrði Ásbjörn prestur Sigurðsson, sem sömuleiðis var lærður í Frakklandi. [[Ögmundur Pálsson]] biskup hafði sömuleiðis lært í Frakklandi og Belgíu og hafði ýmsa vel menntaða unga menn í þjónustu sinni svo að ekki er ólíklegt að einhvers konar skóli hafi verið í Skálholti um hans daga.
 
== Skólinn eftir siðaskipti ==
== Latínuskólarnir ==
 
Við [[siðaskipti|siðbreytinguna]] í Skálholtsbiskupsdæmi [[1542]] skipaði konungur svo fyrir að skólar skyldu stofnaðir á klaustrunum og eignir klaustranna ganga til þeirra en það var þó strax tekið aftur. En árið 1552 skipaði konungur [[Páll Hvítfeld|Páli Hvítfeld]] höfuðsmanni að koma hér á latínuskólum, bæði í Skálholti og á Hólum. Skyldi setja vel lærðan og guðhræddan skólameistara yfir hvorn skóla, svo og heyrara (kennara).