„Ásbirningar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Flokkun
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ásbirningar''' voru ein helsta valdaætt landsins á [[12. öld]] og fram eftir [[Sturlungaöld]]. Ríki þeirra var í [[Skagafjörður|Skagafirði]] og síðar austanverðu [[Húnavatnssýsla|Húnaþing]]i og í fáein ár eftir [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] má segja að þeir hafi verið meðeinna valdamestuvaldamesta mönnumætt landsins.
 
Ættin var komin í beinan karllegg af landnámsmanninum [[Öndóttur (landnámsmaður)|Öndótti]], er bjó í [[Neðri-Ás í Hjaltadal|Neðra-Ási]] í [[Hjaltadalur|Hjaltadal]], en kennd við ættföðurinn Ásbjörn Arnórsson, sem uppi var á 11. öld. Sonarsonur hans, goðorðsmaðurinn Kolbeinn Arnórsson (d. 1166) átti tvo syni, Arnór og [[Tumi Kolbeinsson|Tuma]]. Sonur Arnórs var Kolbeinn kaldaljós, bóndi á Reynistað, en á meðal barna Tuma voru [[Kolbeinn Tumason]] skáld, er átti í hörðum deilum við [[Guðmundur Arason|Guðmund Arason]] biskup og féll í [[Víðinesbardagi|Víðinesbardaga]] 1208, [[Arnór Tumason]] goðorðsmaður á [[Víðimýri]] og [[Halldóra Tumadóttir]], kona [[Sighvatur Sturluson|Sighvats Sturlusonar]] á [[Grund í Eyjafirði]].
 
Sonur Arnórs, [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeinn ungi]], sem bjó á Víðimýri, er líklega þekktastur Ásbirninga. Hann tók mjög ungur við leiðtogahlutverkinu og var einn af valdamestu mönnum landsins til dauðadags. Þá tók [[Brandur Kolbeinsson]] á Reynistað, sonur Kolbeins kaldaljóss, við sem leiðtogi Ásbirninga en við fall hans í [[Haugsnesbardagi|Haugsnesbardaga]] ári síðar má segja að veldi þeirra hafi liðið undir lok.