„Reynistaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Flokkar o.fl.
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Reynistaður''', áður '''Staður í Reynisnesi''', er bær í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Reynistaður er gamalt höfðingjasetur. [[Þorfinnur karlsefni]] var frá Reynistað og bjó þar um tíma með konu sinni [[Guðríður Þorbjarnardóttir|Guðríði Þorbjarnardóttur]] eftir að þau sneru aftur frá [[Vínland]]i. Staður var á [[Sturlungaöld]] eitt af höfuðbólum [[Ásbirningar|Ásbirninga]]. Þar bjó Kolbeinn kaldaljós og síðan sonur hans [[Brandur Kolbeinsson]]. [[Gissur Þorvaldsson]] eignaðist Reynistað síðar og má ef til vill segja að þar hafi þá orðið [[jarl]]ssetur, því að Gissur hafði fengið jarlsnafnbót.
 
[[Nunnuklaustur]]Gissur gaf Reynistað til stofnunar nunnuklausturs. Hann dó 1268 en klaustrinu var stofnaðþó ekki komið á Reynistaðfót fyrr en [[1295]] og starfaði þar til siðaskipta. Þá var klaustrið lagt niður en nunnurnar fengu að vera þar áfram til æviloka. Engar rústir eða aðrar sýnilegar menjar um klaustrið er að finna á Reynistað en nokkur örnefni tengd klaustrinu eru þar. Klaustrið eignaðist fjölda jarða sem komust í eigu konungs eftir siðaskipti en umboðsmenn hans önnuðust umsjón þeirra og kölluðust klausturhaldarar. Margir þeirra bjuggu á Reynistað og má nefna [[Oddur Gottskálksson|Odd Gottskálksson]] lögmann, feðgana Sigurð Jónsson (d. 1602) og Jón Sigurðsson lögmann (d. 1635), Jens Spendrup sýlumannsýslumann, [[Halldór Vídalín Bjarnason]], föður [[Reynistaðarbræðra]], sem bjó á Reynistað 1768-1800 og ekkju hans, [[Ragnheiður Einarsdóttir|Ragnheiði Einarsdóttur]], sem var klausturhaldari 1803-1814, og Einar stúdent Stefánsson, afiafa [[Einar Benediktsson|Einars Benediktssonar]] skálds.
 
Kirkja hefur verið á Reynistað frá fornu fari og var núverandi kirkja vígð 1870.