„Giancarlo Giannini“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
LaaknorBot (spjall | framlög)
m Add image from http://tools.wikimedia.de/~emijrp/imagesforbio/
Lína 1:
[[Mynd:Giancarlo Giannini.jpg|thumb|right|Giancarlo Giannini]]
'''Giancarlo Giannini''' (f. [[1. ágúst]] [[1942]]) er [[Ítalía|ítalskur]] [[leikari]] sem vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt í frægri sviðsuppfærslu [[Franco Zeffirelli]] á ''[[Rómeó og Júlía|Rómeó og Júlíu]]'' en varð síðar þekktastur fyrir hlutverk sín í fjórleik [[Lina Wertmüller|Linu Wertmüller]] frá [[1971-1980|8. áratugnum]] um alþýðufólk frá Suður-Ítalíu. Auk þeirra hefur hann leikið í fjöldamörgum kvikmyndum, bæði með ítölskum leikstjórum og leikstjórum frá öðrum löndum. Meðal þeirra síðarnefndu eru [[Rainer Werner Fassbinder]] í ''Lili Marleen'' 1980, [[Francis Ford Coppola]] í ''[[New York Stories]]'' 1989 og [[Ridley Scott]] í ''[[Hannibal (kvikmynd)|Hannibal]]'' frá 2001. Hann fór með hlutverk tengiliðarins René Mathis í [[James Bond|Bond-myndunum]] ''[[Casino Royale]]'' 2006 og ''[[Quantum of Solace]]'' 2008.