Munur á milli breytinga „Þverárfundur“

m
ekkert breytingarágrip
(m)
m
'''Þverárfundur''' eða '''Þverárbardagi''' var ein af orrustum [[Sturlungaöld|Sturlungaaldar]], háður á [[Þveráreyrar|Þveráreyrum]] í Eyjafirði [[19. júlí]] [[1255]]. Þar var tekist á um völd og áhrif á Norðurlandi eftir brottför [[Gissur Þorvaldsson|Gissurar Þorvaldssonar]] til Noregs árið áður. Annars vegar voru þeir [[Eyjólfur ofsi Þorsteinsson]], foringi brennumanna í [[Flugumýrarbrenna|Flugumýrarbrennu]], og svili hans [[Hrafn Oddsson]], sem höfðu um veturinn farið að Oddi Þórarinssyni, sem Gissur hafði sett yfir Skagafjörð og drepið hann. Hins vegar var [[Þorvarður Þórarinsson]] bróðir Odds, sem var að leita hefnda, og með honum [[Þorgils skarði Böðvarsson]], sem taldi sig eiga tilkall til valda í umboði konungs, og [[Sturla Þórðarson]]. Þeir komu með lið bæði austan af landi og úr Borgarfirði og mættu þeir liði Eyjólfs og OddsHrafns á Þveráreyrum. Þótt heldur fleiri væru í liði þeirra svilanna og það væri ívið betur vopnað höfðu Þorgils og Þorvarður þó betur. Eyjólfur ofsi féll en Hrafn lagði á flótta.
 
Bardaginn á Þveráreyrum var ekki sérlega mannskæður, þar féllu ekki nema 16-17 manns en margir særðust, þar á meðal [[Dufgussynir|Svarthöfði Dufgusson]], sem var í liði Hrafns mágs síns.
1.735

breytingar