„Oddaverjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Oddaverjar''' voru íslensk höfðingjaætt á 12. og 13. öld, kenndir við bæinn Odda á Rangárvöllum og var veldi þeirra mest í Rangárvallasýslu. ...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Oddaverjar''' voru íslensk höfðingjaætt á 12. og 13. öld, kenndir við bæinn [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]] á [[Rangárvellir|Rangárvöllum]] og var veldi þeirra mest í Rangárvallasýslu. Ættfaðir þeirra var [[Sæmundur fróði]], sem gerði Odda að fræðasetri og hóf staðinn til mikillar virðingar. Sú virðing jókst enn þegar Loftur sonur hans giftist Þóru, laundóttur [[Magnús berfættur|Magnúsar berfætts]]. Sonur þeirra var [[Jón Loftsson]]. Hann var mesti höfðingi landsins um sína daga og stóð á móti tilraunum [[Þorlákur helgi|Þorláks biskups]] helga til að ná valdi á [[staðamálin|kirkjustöðum]]. Eftir dauða hans tók [[Sæmundur Jónsson|Sæmundur]] sonur hans við goðorðum ættarinnar en [[Páll Jónsson|Páll]], launsonur Jóns, varð biskup í [[Skálholt]]i.
 
Eftir að Páll biskup lést [[1211]] fór veldi Oddaverja hnignandi. Þeir eru jafnan taldir með helstu valdaættum [[Sturlungaöld|Sturlungaaldar]] en áttu þó fremur lítinn þátt í erjum og styrjöldum tímabilsins. [[Þórður Andrésson]], sonarsonur Sæmundar Jónssonar, sem [[Gissur Þorvaldsson]] lét taka af lífi [[1264]], hefur verið kallaður síðasti Oddaverjinn.