„Sturla Þórðarson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sturla Þórðarson''' [[29. júlí]] ([[1214]] - [[30. júlí]] [[1284]]) var [[lögsögumaður]], sagnaritari og sagnaritariskáld sem bjó á Staðarhóli í Saurbæ. Hann skrifaði [[Íslendinga saga|Íslendinga sögu]], rit sem síðar varð miðjuþáttur [[Sturlunga saga|Sturlunga sögu]]. Hún er sjálfstætt verk og er oft birt sem slíkt. Einnig var hann konunglegur sagnaritari og skrifaði [[Hákon gamli|Hákonar]] sögu Hákonarsonar og sögu [[Magnús lagabætir|Magnúsar]] sonar hans.
 
Sturla var sonur [[Þórður Sturluson|Þórðar Sturlusonar]] og frillu hans Þóru og áttu þau fleiri börn saman, þar á meðal [[Ólafur Þórðarson hvítaskáld|Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds]], en Sturla var yngstur. Þórður átti einnig skilgetinn son, [[Böðvar Þórðarson|Böðvar]], og fékk hann meirihluta arfs eftir föður þeirra er hann dó 1237, en Sturla hafði áður erft ömmu sína, Guðnýju Böðvarsdóttur. [[Snorri Sturluson]], sonur Guðnýjar og föðurbróðir Sturlu, hirti þó þá fjármuni en ekki virðist það þó hafa orðið tilefni mikils ósættis milli þeirra og var Sturla nemandi Snorra og ólst líklega upp hjá honum að einhverju leyti.
Sturla var sonur [[Þórður Sturluson|Þórðar Sturlusonar]] og frillu hans Þóru. Hann var frændi og nemandi [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusonar]], og barðist við hlið [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórðar kakala]] á [[Sturlungaöld]].
 
Sturla var þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar. Hann barðist með [[Sighvatur Sturluson|Sighvati]] föðurbróður sínum og sonum hans í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]], hann var í liði [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórðar kakala]] er hann sneri heim frá Noregi. Þegar [[Gissur Þorvaldsson]] kom til landsins 1252 og vildi leita sátta við [[Sturlungar|Sturlunga]] var Sturla helsti leiðtogi þeirra og þeir sömdu um að [[Ingibjörg Sturludóttir|Ingibjörg]] dóttir Sturlu, sem þá var 13 ára, skyldi giftast Halli syni Gissurar. Brúðkaupið var haldið á Flugumýri haustið 1253 en Sturla var farinn þegar brennumenn riðu í garð svo að hann varð ekki vitni að [[Flugumýrarbrenna|Flugumýrarbrennu]].
Sturla var bróðir [[Ólafur Þórðarson hvítaskáld|Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds]].
 
Sturla var lögsögumaður 1251-1253, lögmaður alls landsins 1272-1276 og síðan lögmaður norðan lands og vestan. Hann kom heim með lögbókina Járnsíðu frá Noregi 1271 og kann að hafa átt þátt í að semja hana en hún mætti mótstöðu. Eftir að hann sagði af sér lögmannsstarfi flutti hann út í Fagurey á Hvammsfirði og dvaldi þar síðustu æviárin.
 
Kona Sturlu var Helga Þórðardóttir. Auk Ingibjargar áttu þau dótturina Guðnýju, sem giftist Kálfi Brandssyni á Víðimýri, syni [[Brandur Kolbeinsson|Brands Kolbeinssonar]], og synina Þórð, sem var hirðprestur Magnúsar lagabætis, og Snorra á Staðarhóli.
 
== Tenglar ==
Lína 9 ⟶ 13:
 
{{Stubbur}}
 
[[Flokkur:Sturlungaöld]]
[[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]]
[[Flokkur:Íslenskir lögsögumenn]]