„Sýra (drykkur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
'''Sýra''' eða '''sýrublanda''' var vinsæll [[drykkur]] fyrr á öldum. Hún var búin til með því að blanda saman vatni og gerjaðri [[mysa|mysu]] og segja sumir að engihttp://is.wikipedia.org/w/index.php?title=S%C3%BDra_(drykkur)&action=editnnenginn drykkur slökkvi þorsta eins vel og köld sýrublanda. Sýra var gerð þannig að mysa var sett á tunnur og látin gerjast og síðan geymd á köldum stað í nokkra mánuði eða lengur. Sagt er að sumum hafi þótt tveggja ára sýra best og mátti þá blanda hana með vatni í hlutföllunum 1:11 (tólftarblanda). Sýran var stundum bragðbætt á ýmsan hátt, t.d. með [[blóðberg]]i.
 
Sýru er getið í fornum bókum, og hefur bjargað lífi að minnsta kosti tveggja mektarmanna. [[Þorbjörn súr]], faðir [[Gísli Súrsson|Gísla Súrssonar]], var sagður hafa fengið viðurnefni sitt af því að hafa slökkt eld með sýru þegar fjendur brenndu bæinn hans. [[Gissur Þorvaldsson]] er sagður hafa komist lífs af úr [[Flugumýrarbrenna|Flugumýrarbrennu]] með því að fela sig ofan í sýrukeri meðan bærinn brann.