„Jörundur hundadagakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 53:
 
== Fangi ==
Í [[október]] [[1809]] var Jörgensen fluttur um borð í [[fangaskip]]ið Bahamas. Þetta var frekar lítið skip en þó voru um borð 800 fangar af ýmsu þjóðerni. Margir þeirra voru [[Danmörk|danskir]] stríðsfangar eins og hann, en það var honum frekar andstætt, því að allir Danir voru honum ævareiðir fyrir að láta Breta ná [[herskip]]inu Admiral Juul. Þarna var hann fangi í tæpt ár og notaði tímann til að skrifa, en hann var allafkastamikill [[rithöfundur]], þó að deila megi um gæðin. Hann var látinn laus af skipinu í [[september]] [[1810]] gegn drengskaparheiti um að halda kyrru fyrir í [[Reading, Berkshire|Reading]], sem er smáborg um 65 km. vestan við [[London]].
 
Í Reading hélt hann áfram [[ritstörf]]um og lét gefa út eftir sig eitt og annað. Hann kom sér í mjúkinn hjá [[yfirstétt]]arfólki, ævinlega tungulipur. Mörgum þótti upphefð í því að fá að kynnast þessum ævintýramanni. Þarna sat hann í farbanni þar til í [[júlí]] [[1811]], að hann var látinn laus. Hann fór beina leið til [[London]] og lifði þar í sukki og svalli og sólundaði öllum eigum sínum og safnaði [[skuld]]um fram á árið [[1812]]. Þá var honum varpað í skuldafangelsi. Þar gengu menn „frjálsir“ en urðu að greiða fyrir veru sína. Í þessu „fangelsi“ hitti hann fyrrum félaga frá Íslandsferðinni, því að þar var Savignac fyrir og hafði það nokkuð gott. En Jörgensen var haldinn slíkri [[spilafíkn]], að í stað þess að greiða skuldir sínar og kaupa sig þannig lausan, spilaði hann öllu fé frá sér hvað eftir annað.