„Marshall Eriksen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Selmam93 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Selmam93 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 26:
 
Marshall og bræður hans eru alltaf að finna upp á nýjum leiðum til að slást. Þrátt fyrir að Marshall hafi þróað með sér mikla hæfileika í þessum efnum vegna slagsmálann, finnst honum ekki gaman að nota hæfileikana. Þetta kemur fram þegar Marshall tekur á öðrum manni sem er að strjúka rassinn á Lily til að fjarlæga vínberjablett. Marshall hótar að ráðast á manninn, en eftir að komast að því að hann er samkynhneigður, kemst hann yfir það og segist aldrei hafa slegist áður. Einu aðstæðurnar þar sem Marshall notar slagsmálahæfileika sína er til þess að verja Ted. Þegar þeir eru að setja brúðkaupsboðskort í umslög lofar Marshall að hann muni alltaf standa með Ted í slagsmálum.
 
==Konurnar==
*'''[[Lily Aldrin]]''' - Marshall og Lily hittust í Wesleyan háskólanum. Þau byrjuðu saman, urðu ástfangin og -- eins og sést í ''[[First Time in New York]]'' -- stunduðu kynlíf í fyrsta skipti með hvort öðru. Þau voru saman í 10 ár. Þau ætluðu að gifta sig áður en Lily missti kjarkinn, hætti við og ákvað að fara til [[San Francisco]] í listaháskóla. Hún snýr síðan aftur en Marshall vill ekki taka hana aftur. Þegar foreldrar Teds koma til [[New York]] sofa Lily og Marshall saman.
 
Marshall og Lily giftu sig fyrir stuttu í tveimur athöfnum. Fyrsta athöfnin var draumbrúðkaupið þeirra, lítil athöfn utandyra þar sem Ted og [[Robin Scherbatsky|Robin]] voru einu gestirnir og Barney framkvæmdi athöfnina. Eftir að pressan um að giftast hafði horfið fóru Marshall og Lily inn í stóra brúðkaupið sitt aðeins til að þóknast þeim sem höfðu komið í brúðkaupið. Lily ákvað að halda ættarnafninu sínu en verða ekki ''Lily Eriksen''.
 
Framtíðar-Ted hefur sýnt Marshall og Lily sem gamalt par, enn hamingjusamlega gift árið 2029. Sem hjón deila þau öllu með hvort öðru. Í öðrum þætti sést hvar Lily og Marshall eru að plana það að sofa saman, svo fer myndavélin aðeins aftar og þá sést að Ted er að hlusta og biður þau um að sleppa því en þau hunsa hann oft (þetta gerðist meira að segja í brúðkaupinu þeirra og fyrsta skiptið sem að þau sváfu saman var Ted viðstaddur).