„Botnvarpa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
HVN01 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Trawl Side.jpg|thumb|right|Mynd af týpísku botntrolli séð frá hlið.]]
'''Botnvarpa''' eða '''botntroll''' er með mikilvægustu [[veiðarfæri | veiðarfærum]] sem notuð eru á [[Íslandsmið]]um og hefur verið aðlöguð margvíslegum veiðiskap, allt frá [[botnfiskur | botnfiskaveiðum]] til [[rækja | rækjuveiða]]. Hún er notuð á mismiklu dýpi, allt frá 80 m og niður á 1500 m dýpi. [[Togvír]]ar liggja frá [[skip]]inu að [[hleri | hlerunum]]. Um borð eru togvírarnir vafðir upp á [[tromla | tromlu]]. Hlerarnir eru járnhlerar sem eru festir þannig að þeir mynda horn á togstefnuna og leita því út til hliðanna vegna [[viðnám]]s. [[Grandari | Grandarar]] eru festir við hlerana með bakstroffum (vírar) og halda vörpunni opinni þegar hlerarnir toga í þá. Grandararnir eru einnig festir við [[vængir | vængi]] vörpunnar. Á efri brún netsins er [[höfuðlína]] sem er festa fyrir [[flotkúla | flotkúlur]] sem halda netinu lóðréttu opnu og á neðri brún netsins er [[fótreipi]] sem á eru [[gúmmíhjól]] og er hlutverk þeirra að halda vörpunni á botninum og varna því að [[fiskur | fiskarnir]] komist undir netið, en varna einnig að varpan festist ekki í ójöfnum á botninum. Fiskar sem eru á botni þar sem botnvarpa kemur, flýja og synda á undan vörpunni. Að lokum gefast þeir upp á sundinu og lenda þá í netinu(pokanum).
 
== Heimildir ==