„Dómitíanus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: uk:Доміціан
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: th:จักรพรรดิโดมิเชียน; kosmetiske endringer
Lína 1:
[[Mynd:Domitien.jpg|thumb|right|200px|Domitíanus]]
'''Titus Flavius Domitianus''' ([[24. október]] [[51]] – [[18. september]] [[96]]), þekktur sem '''Domitianus''', var [[Rómarkeisari|keisari]] í [[Rómaveldi]] frá [[14. september]] [[81]] til dauðadags. Hann var sonur [[Vespasíanus]]ar og konu hans Domitillu. Dómitíanus var síðasti keisarinn af [[Flavíska ættin|flavísku ættinni]], en áður höfðu faðir hans og bróðir hans, [[Títus]], gegnt embættinu. Dómitíanus tók við völdum þegar Títus lést skyndilega árið [[81]].
 
Dómitíanusi er í heimildum lýst sem grimmum harðstjóra, höldnum ofsóknaræði og er af þeim sökum stundum talinn til hinna svonefndu [[Brjáluðu keisararnir|brjáluðu keisara]] (andstætt t.d. hinum svonefndu [[Góðu keisararnir fimm|góðu keisurum]]).
 
== Ævi ==
Dómitíanus var fæddur í [[Róm]] árið [[51]] inn í [[flavíska ættin|flavísku ættina]]. Ættin hafði fengið aukin völd á [[1. öldin|1. öldinni]]ni í stjórnartíð [[júlíska-cládíska ættin|júlísku-cládísku ættarinnar]]; afi Dómitíanusar hafði verið skattheimtumaður og faðir Dómitíanusar, Vespasíanus, og föðurbróðir voru [[rómverska öldungaráðið|öldungaráðsmenn]].
 
Vespasíanus var farsæll stjórnmálamaður og hershöfðingi í keisaratíð [[Neró]]s. Árið [[66]] var Vespasíanus sendur, ásamt Títusi, til Júdeu að kveða niður uppreisn á svæðinu. Þeir voru enn í Júdeu árið [[68]] þegar Neró framdi sjálfsmorð. Árið eftir tryggði Vespasíanus sér svo keisaratignina í borgarastríði sem er þekkt sem [[ár keisaranna fjögurra]]. Hann hafði þá stuðning herdeilda í Júdeu og Egyptalandi og hélt til Rómar. Dómitíanus var hins vegar í Róm og var settur í stofufangelsi af [[Vitellius]]i, sem einnig barðist um að verða keisari, en náði að flýja úr höndum hans eftir að Vespasíanus hafði sigrað Vitellius í bardaga. Eftir það var Dómitíanus hylltur sem Titus Flavius Caesar Domitianus.
Lína 13:
Títus lést svo skyndilega eftir aðeins tvö ár á keisarastóli og var Dómitíanus þá hylltur sem keisari af öldungaráðinu. Sagnaritarar fornaldar tengdu margir Dómitíanus við dauða Títusar og sökuðu hann um að hafa lagt á ráðin um morð, en það er þó ekki talið áreiðanlegt þar sem heimildirnar eru margar mjög hlutdrægar gegn Dómitíanusi.
 
=== Valdatími ===
Dómitíanus færði stjórn Rómaveldis nær því að vera einræði en fyrri keisarar höfðu gert og völd öldungaráðsins minnkuðu til muna í stjórnartíð hans, m.a. vegna þess að hann eyddi miklum tíma utan Rómar og hafði því minni samskipti við valdamenn í borginni en fyrri keisarar höfðu haft. Einnig stóð hann fyrir efnahagsumbótum og jók verðgildi mynntarinnar með því að auka silfurmagn í henni. Það fjármagnaði hann með strangri stefnu í skattheimtu. Einnig hélt hann áfram endurbyggingu Rómar eftir brunann mikla árið [[64]]. Á meðal þess sem hann lét byggja var Flavíska höllin á Palatín hæð og hann lét klára byggingu [[Colosseum]], þótt það hafi reyndar verið opnað í valdatíð Títusar.
 
Lína 38:
 
{{fd|51|96}}
 
[[Flokkur:Rómverskir keisarar]]
 
{{Tengill ÚG|en}}
{{Tengill GG|es}}
 
{{Tengill ÚG|es}}
 
[[Flokkur:Rómverskir keisarar]]
 
[[an:Domizián]]
Lína 91 ⟶ 90:
[[sv:Domitianus]]
[[sw:Domitian]]
[[th:จักรพรรดิโดมิเชียน]]
[[tl:Domitian]]
[[tr:Domitian]]