„Courteney Cox“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Idioma-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: lt:Courteney Cox
Lína 19:
Courteney Cox er fædd 15. júní árið 1964. Hún er gift leikaranum David James Arquette og þann 12. júní 2009 munu þau eiga tíu ára brúðkaupsafmæli. Courteney og David léku saman í öllum [[Scream]] myndunum og í enda [[Scream 3]] trúlofuðust þau. David hafði verið ástfanginn af Courteney síðan þau léku saman í [[Scream 1]] en hún vildi ekkert með hann hafa á meðan hann neytti eiturlyfja. David var svo ástfanginn af henni og hann vissi að hún vildi ekki eiga kærasta sem neytti eiturlyfja svo hann ákvað að hætta í neyslunni og ári seinna trúlofuðu þau sig og ári eftir það giftu þau sig. Courteney er sjö árum eldri en David og flestum ættingjum og vinum þeirra fannst þau flýta sér of mikið að gifta sig en þau voru ánægð með lífið og mjög ástfangin. Þau voru búin að reyna að eignast barn mjög lengi en Courteney hélt bara áfram að missa fóstur þangað til 13. júní 2004 að þau eignuðust fyrsta barnið sitt og það tveimur dögum fyrir fertugsafmæli Courteney. Þau nefndu barnið Coco Riley og David segir að hún verið líklega dramaleikkona þegar hún verður eldri því að henni finnst gaman að hlæja en hún hatar að láta hlæja að sér.
 
== SarfsferillStarfsferill ==
Courteney er leikkona og hún hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún lék til dæmis eitt aðalhlutverkanna í [[Friends]]. Hún talaði líka inn á teiknimyndina [[Barnyard]] fyrir kúnna Daisy. Courteney hefur leikið í þó nokkrum hryllingsmyndum, meðal annars Scream 1 – 3 og The Tripper. Eftir að hún útskrifaðist úr menntaskóla fór hún í Mount Vernon-háskólann fyrir konur að læra að verða arkítekt en hún hætti eftir ár og fór að einbeita sér að fyrirsætustörfum og hún fékk samning hjá Ford Modeling Agency og hún fór líka í leiklistarskóla því hana langaði til að verða leikkona. Courteney kom fyrst fram árið 1984 í tónlistarmyndbandi með [[Bruce Springsteen]] við lagið Dancing in the Dark.