„Kvennalistinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
 
== Hugmyndafræði Kvennalistans ==
Kvennalistinn vildi leggja stund á það sem þærflokksfélagar kölluðu [[kvennapólitík]], en það var sú pólitík sem þær sáu sig tilneyddar að ástunda. Slík pólitík skildiskyldi hafa kvennlegtkvenlegt gildismat að leiðarljósi og þar með öll mál rædd út frá kvenlegum sjónarhóli. Þessi hugmynd um kvennapólitík er bein afleiðing af þeirri kvennamenningarhugmyndafræði sem Kvennalistinn byggði á. Þar er gengið út frá þeirri grunnhugmynd [[femínismi|femínismans]] að kynin séu ólík, þ.e. áhersla er lögð á líffræðilegan mun kynjanna og ólíkan reynsluheim þeirra.
 
Eitt mikilvægasta baráttumál Kvennalistans var [[kvenfrelsi]], sem fól í sér rétt kvenna til að vera metnar að eigin verðleikum til jafns við menn. Í þessu samhengi var einnig lögð áhersla á þær sæktust ekki eftir [[jafnrétti]] sem að fæli í sér rétt kvenna til að verða eins og menn. Slíkt jafnrétti gæti aðeins talist rétturinn fyrir konur að verða annarsflokks karlmenn. Í þessu atriði er Kvennalistinn á öndverðum meiðmeiði við Rauðsokkahreyfinguna.
 
Kvennalistinn var andvígur hinum venjulega skilning á jafnrétti, eins og því er lýst í lögum og skilið af samfélaginu. Það jafnrétti álitu kvennalistakonur skapað af manninum og var konan ekki höfð með í ráðum við sköpun þess. Kvennalistinn leit svo á að ekki væri hægt að kalla nokkuð jafnrétti fyrr en ólikir heimar kvenna og karla hefðu gengið inn í hvorn annan og álit kynjanna virt að jöfnu í samfélaginu. Kvennalistinn hélt því fram að vegna hins sérstaka reynsluheims kvenna væri gildismat þeirra annað en það sem ráðandi er í hinum hierarkíska heimi. Konur sjái hlutina frá öðru sjónarhorni og hafi því margt til málanna að leggja sem gagnast myndi samfélaginu fengju þær rödd sína heyrða. Hugmyndin var að konur og karlar gætu tekið til sín það besta úr heimi hvers annars og saman skapað nýjan heim.