„Fornfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 56:
 
=== Fornar rætur málfræði og bókmenntarýni, textafræði og textarýni ===
[[Málfræði]] og [[bókmenntarýni]] eiga sér rætur meðal í [[Klassísk fornöld|klassískri fornöld]] [[Grikkland hið forna|Grikklands hins forna]] hjá höfundum eins og [[Platon]]i og [[Aristóteles]]i. Uppruna [[textafræði]]nnar og [[textarýni]]nnar má hins vegar rekja að minnsta kosti aftur til [[Alexandría (Egyptaland)|alexandríska]] fræðimanna á [[Hellenískur tími|hellenískum tíma]], ekki síst [[Zenódótos]]ar, [[Aristófanes frá Býzantíon|Aristófanesar frá Býzantíon]] og [[Aristarkos frá Samóþrake|Aristarkosar frá Samóþrake]], sem voru allir að störfum í [[bókasafnið í Alexandríu|bókasafninu í Alexandríu]].<ref>Sjá Reynolds og Wilson (1991): 5-16.</ref> Þeir ritstýrðu textum [[Grískar bókmenntir|klassískra grískra bókmennta]], m.a. texta höfunda á borð við [[Hómer]], [[Hesíódos]], [[Pindaros]], [[Platon]] og [[Demosþenes]] auk annarra. Þeir beittu m.a. [[Málvísindi|málvísindalegum]] aðferðum og bókmenntarýni til að leggja mat á textana sem þeir rannsökuðu og gerðu athugasemdir við þá í útgáfum sínum en breyttu þeim ekki. Þannig voru til dæmis ljóðlínur sem þeim þótti grunsamlegar merktar en látnar vera áfram í textunum. Önnur bókasöfn voru starfrækt í Grikklandi hinu forna til dæmis í [[Pergamon]].
 
Málfræðirannsóknum alexandrísku fræðimannanna var haldið áfram, meðal annars af [[Apolloníos Dyskolos|Apolloníosi Dyskolosi]] og [[Díonýsíos Þrax|Díonýsíosi Þrax]] og síðar hjá [[Rómaveldi|Rómverjum]], meðal annars hjá [[Marcus Terentius Varro|Marcusi Terentiusi Varro]]. Heimspekingar, einkum [[stóuspeki]]ngar, fengust einnig við málfræði og bókmenntir.