Munur á milli breytinga „Kóreustríðið“

ekkert breytingarágrip
Báðir aðilar frömdu fjöldamorð á andstæðingum sínum. Þegar AK náði Seoul hófust kerfisbundin morð á stjórnarmönnum í stjórn Syngman Rhee auk þess sem afar misjöfnum sögum fer um meðferð á stríðsföngum þó að stjórn AK hafi raunar lagst gegn óþarfa grimmdarverkum gegn stríðsföngum.
Það sem hefur hinsvegar ekki öðlast viðurkenninga á vesturlöndum fyrr en nýlega er þau fjöldamorð sem stjórn Syngman Rhee stóð fyrir. Fyrir innrásina í Suður Kóreu höfðu margit kommúnistar verið settir í fangelsi og til að koma í veg fyrir að þeir yrðu frelsaðir af AK var fyrirskipað að taka þá af lífi þegar innrásin hófst. Helst þessara fjöldamorða er þegar þúsundir fanga í Taejon voru skotnir og settir í fjöldagrafir og talið er að jafnvel 100 þúsund borgarar hafi verið teknar af lífi í svipuðum aðgerðum LK. Síðar skrifaði LK þessi morð á kommúnista sem frömdu einnig fjöldamorð á sömu slóðum þegar þeir hörfuðu eftir innrásina við Inchon, e.t.v. til að hefna fyrir fjöldamorð Suður-Kóreumanna.
Vegna hættu sem stafaði af skæruliðum kommúnista í Suður Kóreu kom fyrir að herir LK og SÞ skutu á eða gerðu loftárásir á óbreytta borgara en eftirá er ómögulegt að vita hve mikið var í raun skæruliðar. Mikið mannfall varð einnig vegna hungurs og vosbúðar í kjölfar eyðileggingar stríðsins, m.a. vegna loftárása SÞ á borgir í Norður Kóreu og auðvitað dó fólk einnig strax í loftárásunum. <ref> Millet, Allan R.: ,,Korean War.“ Britannica Online Encyclopedia, 26. apríl 2009. </ref> <ref> Lone, Steward og McCormack, Gavan: ,,The Daejon Massacre“, Korea International War Crimes Tribunal, New York, 23 júní 2001. Vefslóð: [http://www.iacenter.org/Koreafiles/ktc-lone-mccormack.htm] </ref> <ref> ,,The First Deajon Massacre“, Channel 4 history, 26. apríl 2009. Vefslóð: [http://www.channel4.com/history/microsites/H/history/t-z/titfortat4.html] </ref>
 
== Stuðningur Sameinuðu Þjóðanna ==
44

breytingar