„Lýsi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
HVN03 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Færi
Lína 1:
[[Mynd:Codliveroilcapsules.jpg|thumb|170 px|Lýsispillur]]
 
'''Lýsi''' er [[olía]] unnin úr fljótandi [[Fita|fitu]] [[Fiskur|fisks]] og [[sjávarspendýr]]a. Lýsi er einkum búið til úr [[lifur]] fisktegunda eins og [[þorskur|þorsks]], [[Ufsi|ufsa]] og [[hákarl]]s en áður fyrr var það einnig gjarnan unnið úr [[Hvalur|hval]] og [[Selur|sel]]. Lýsi er auðugt af [[A-vítamín]]um og [[D-vítamín]]um og inniheldur fremur lítið af [[mettuð fitusýra|mettuðum fitusýrum]] en mikið af [[ómettuð fitusýra|ómettuðum fitusýrum]]. Lýsi hefur lengi verið notað sem [[fæðubótarefni]] og lyf við [[hörgulsjúkdómur|hörgulsjúkdómum]]. Lýsi er notað sem hráefni í iðnaði í [[smjörlíki]]sgerð og sem dýrafóður og er þá lýsið gjarnan brætt úr heilum torfufiski eins og [[loðna|loðnu]] og [[síld]].
 
Lýsi inniheldur margar ómissandi [[amínósýra|amínósýrur]] svo sem [[omega-3]].
 
 
LÝSI var stofnað árið 1938 og byggir á gríðarmikilli þekkingu sem safnast hefur í áranna rás. Frá upphafi hefur starfsemin byggst á framleiðslu þorsklýsis en nú hafa bæst við þorsklýsi, omega-3 lýsi, laxalýsi, túnfisklýsi, hákarlalýsi, loðnulýsi, skvalen og ýmsar mjöltegundir. Afurðir fást úr íslenskum sjó en fyrirtækið byggir einning á hráefni úr öðrum höfum og nýtur mikilvægra sambanda við sjávarútvegsfyrirtæki í mörgum löndum. LÝSI leggur mikla áherslu á gæði og gæðastjórnun þegar kemur að framleðislu vörunnar enda er varan heilsuvara, ætluð til manneldis. Árið 2007 öðlaðist LÝSI GMP leyfi frá Lyfjaeftirliti ríkisins til að framleiða lyf og hlaut einnig Útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir árnagur í sölu og markaðsmálum, framsýni í vöruþróun og eflingu þekkingar og færni á sínu sviði.
 
== Heimild ==
* [http://www.lyfja.is/HeilsaOgVellidan/Natturuvorur/Greinar/Lysi/ Lyfja - Lýsi]
*[http://www.lysi.is/Starfsemin/ Starfsemin]
*[http://www.lysi.is/UmLysi/ Um Lýsi]
 
{{stubbur|matur}}