„Háhitasvæði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Amk~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Amk~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
 
===Þurrgufuvirkjun===
Þar sem eingöngu er að finna yfirhitaða (''e. superheated'') jarðgufu, þ.e. 180-225°C heita og við 4-8 M[[Pa]] þrýsting, er þurrgufuvirkjun notuð. GufanGufa erúr borholu leidd í [[hverfill|hverfil]] þar sem hún þenst út. Við það snúast blöð [[hverfill|hverfilsins]] og þessi [[vélræn|vélræna]] orka býr til [[rafmagn]]. Þrýstingur gufunnar hefur þá minnkað til muna og hún er því næst kæld í þéttiturni. Að lokum er affallsvatninu dælt aftur ofan í jörðina. [[Nýtni]] þurrgufuvirkjana nær sjaldnast 20% vegna styrks uppleystra gastegunda á borð við [[koldíoxíð]] CO2 og [[brennisteinsvetni]] H2S sem ekki þéttast. Vegna aukinnar þekkingar á áhrifum útblásturs þessara [[gróðurhúsalofttegund|gróðurhúsalofttegunda]] auk annarra er reynt eftir fremsta megni að skila sem mestu aftur ofan í jörðina þó svo að í eldri og frumstæðari virkjunum hafi affallsvatn og –gufa verið losuð í andrúmsloftið. <ref>Brown og Garnish (2004): bls. 360-361.</ref>
 
===Eins þreps gufuvirkjun===
Í þessa tegund virkjunar er ýmist notað heitt jarðvatn undir miklum þrýstingi eða vatn sem hefur orðið að gufu á leið sinni að yfirborðinu. Þá er yfirleitt um vatnsgufu að ræða við 155-165°C og 0,5-0,6 M[[Pa]] þrýsting. Vatninu er breytt í gufu (''e. flashing'') og gufan skilin frá því vatni sem eftir verður og líkt og í þurrgufuvirkjun notuð til að keyra [[hverfill|hverfil]] sem svo knýr [[rafall|rafal]]. Í fyrra tilfellinu, með vatn við háan þrýsting er nauðsynlegt að nota búnað sem leiðir til uppgufunar og skilur jafnframt gufu frá vatni. Fyrir vatn sem þegar hefur orðið að gufu er búnaður settur upp fyrir framan [[hverfill|hverfilinn]] til þess að koma í veg fyrir að vatn komist í hann. Að lokum er affallsvatninu dælt niður í jörðina. Ef ekkert vatn fer til spillis eru um 85% framleidds massa skilað aftur í jarðhitakerfið miðað við einungis um 15% í þurrgufuvirkjun. <ref>Brown og Garnish (2004): bls. 360-361.</ref><ref>DiPippo (1999): bls. 3.</ref>
 
===Tveggja þrepa gufuvirkjun===
Tveggja þrepa virkjun er, eins og nafnið gefur til kynna, eins þreps virkjun að viðbættu einu þrepi. Það vatn sem ekki verður að gufu í fyrra þrepinu er leitt í lágþrýstitank. Þrýstifallið verður til þess að gufa myndast og hún keyrir annan [[hverfill|hverfill]]. Vatnið úr borholunni er nýtt mun betur og því eykst framleitt afl um 20-25% miðað við eins þreps virkjun.<ref>Brown og Garnish (2004): bls. 362-363.</ref><ref>DiPippo (1999): bls. 3.</ref> Þetta er jafnframt algengasta tegund jarðhitavirkjana í dag. <ref>U.S. D.OE. (2008)</ref>
 
== Tilvísanir ==
Lína 26 ⟶ 31:
== Heimildir ==
* Brown, G. og J. Garnish (2004). „Geothermal Energy“, hjá G. Boyle (ritstj.), ''Renewable Energy: Power for a Sustainable Future.'' (Oxford, UK: Oxford University Press): 342-382.
* DiPippo, R. (1999, júní). „Small geothermal power plants: Design, performance and economics“ ''GHC Bulletin,'' bls. 1-8. [http://geoheat.oit.edu/bulletin/bull20-2/art1.pdf] (Sótt 10. apríl 2009).
* Franz Árnason (2008). [http://www.samorka.is/Apps/WebObjects/Samorka.woa/1/wa/dp?detail=1000373&id=1000091&wosid=cStLrvZeLkmNrlIAbpm55w „Bætt heilsufar og almenn lífsgæði“] (Skoðað 15.4.apríl 2009).
* Guðbjartur Kristófersson (2005). ''Jarðfræði.'' (Reykjavík: Offsetfjölritun).
* Guðmundur Pálmason. „Hvað er jarðhiti?“. Vísindavefurinn 25.9.2002. http://visindavefur.is/?id=2687. (Skoðað 15.4.2009).
* María J. Gunnarsdóttir. (janúar) (2002, janúar). [http://www.samorka.is/Apps/WebObjects/Samorka.woa/1/swdocument/1000562/Jar%C3%B0hiti+-+mikilv%C3%A6g+au%C3%B0lind.pdf „Jarðhiti - mikilvæg auðlind“] (Skoðað 2. apríl 2009).
* U.S. Department of Energy (2008) „Geothermal Power“. [http://www1.eere.energy.gov/geothermal/powerplants.html] (Skoðað 17. apríl 2009).
* Wallechinsky, David og Irving Wallace, [http://www.trivia-library.com/b/geothermal-energy-history-and-development.htm Geothermal „Energy History and Development“] á Trivia-Library.com (Sótt 15. apríl 2009).
 
Lína 38 ⟶ 45:
* [http://www.os.is/ Orkustofnun]
* [http://www.samorka.is/ Samorka]
* [http://www.os.is/Apps/WebObjects/Orkustofnun.woa/swdocument/3697/Vistv%C3%A6nt+eldsneyti+kynningarb%C3%A6klingur.pdf/ Vistvænt eldsneyti]
* [http://www.idnadarraduneyti.is/malaflokkar/jardraenar-audlindir/te/faghopar/Radgjafah?CacheRefresh=1/ Ráðgjafahópur um mat á háhitasvæðum]
 
{{stubbur|jarðfræði}}