„Andakíll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
Andakíll
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
Andakíll tilheyrir í dag [[Borgarbyggð]] en var áður sér hreppur; [[Andakílshreppur]]. Í Andakíl er þéttbýlisstaðurinn [[Hvanneyri]].
 
== Nafnið Andakíll ==
Nafnið Andakíll og [[Andakílsá]] heita eftir [[önd]]unum sem [[Grímur háleyski]] sá þegar hann gekk fyrst upp með ánni. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2276186 Lögrétta 1908]</ref> Svo segir í Egilssögu:
:''Grími hinum háleyska gaf hann bústað fyrir sunnan Borgarfjörð, þar er kallað var á Hvanneyri; þar skammt út frá skarst inn vík ein eigi mikil; fundu þeir þar andir margar og kölluðu Andakíl, en Andakílsá, er þar féll til sjóvar. Upp frá á þeirri til þeirrar ár, er kölluð var Grímsá, þar í milli átti Grímur land''. <ref>[http://www.snerpa.is/net/isl/egils.htm Egils saga; af snerpu.is]</ref>
 
Andakílsá er vatnsmikil [[bergvatnsá]] sem á upptök sín í [[Skorradalsvatn]]i og fellur til sjávar við ósa [[Hvítá]]r við [[Borgarfjarðarbrú]]. Kíll þýðir djúpur, lygn lækur sem líður hægt fram, en hefur einnig aukamerkingarnar síki, lón eða grasi vaxna lægð með blautum jarðvegi í botni.
 
== Tilvísanir ==
<references/>
 
{{Stubbur}}
 
[[Flokkur:Borgarbyggð]]