„Adam Smith“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: sw:Adam Smith
Lína 18:
 
== Ævi og störf ==
Adam Smith fæddist í smábænum [[Kirkcaldy]] í Skotlandi, faðir hans var tollgæslumaður en hann lést um hálfu ári fyrir fæðingu Adams. Ekki er vituð dagsetning fæðingu Adams en vitað er að hann hlaut [[skírn]] þann 16. júní 19231723. Þegar Adam var aðeins fjögurra ára gamall rændi hópur [[sígauni|sígauna]] honum en maður nokkur sem átti leið hjá lét vita af staðsetningu barnsins og því tókst að endurheimta hann heilu og höldnu. Á árunum 1729-37 stundaði Adam nám í [[latína|latínu]], [[stærðfræði]], [[saga|sögu]] og [[skrift]] við Burgh-grunnskólann. Hann hóf nám í [[Háskólinn í Glasgow|Háskólanum í Glasgow]] fjórtán ára gamall þar sem hann nam undir leiðsögn [[Francis Hutcheson]]. Síðar stundaði hann nám við [[Oxford-háskóli|Oxford-háskóla]] en var ekki eins ánægður með námið þar og í Glasgow.
 
Árið [[1748]] hóf Smith kennslu við Háskólann í Glasgow. Hann var skipaður [[prófessor]] í [[rökfræði]] við háskólann árið [[1751]] en ári síðar gerðist hann einnig prófessor í [[siðfræði]] og gegndi þá sömu stöðu og fyrrverandi kennari hans Francis Hutcheson. Nokkrum árum síðar var hann skipaður [[skólameistari]]. Smith kynntist heimspekingnum [[David Hume]] í Glasgow árið [[1750]] og urðu þeir góðir vinir. Þeir deildu skoðunum um jafn margvísleg efni og sögu, stjórnmál og heimspeki, hagfræði og trúarbrögð. Í kennslu sinni fjallaði hann meðal annars um [[siðfræði]], [[mælskufræði]] og hagfræði.
Lína 26:
Smith lét eftir sig ýmis óbirt skrif en gaf fyrirmæli um að öllu skyldi fargað sem ekki væri útgáfuhæft. Hann taldi að rit sitt ''History of Astronomy'' (''Saga stjörnufræðinnar'') væri sennilega nógu vel úr garði gert til að það gæti birst á prenti og það kom út að honum látnum árið [[1795]] auk áður óbirtra skrifa um heimspeki undir titlinum ''Essays on Philosophical Subjects'' (''Ritgerðir um heimspekileg efni'').
 
Um persónu Smiths er tiltölulega lítið vitað. Hann kvæntist aldrei en virðist hafa verið náinn móður sinni alla tíð. Samtímamenn hans lýstu honum sem sérvitrum en vingjarnlegum manni, sem væri brosmildur en svolítið utan við sig. Hann var sagður hafa haft sérkennilegt göngulag og talsmáta. Þá var sagt að hann hefði tilhneigingu til þess að tala við sjálfan sig.
 
== Hagfræði ==