„Stuttnefja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 17:
}}
'''Stuttnefja''' ([[fræðiheiti]]: ''Uria lomvia'') er [[strandfuglar|strandfugl]] af [[svartfuglaætt]] og nokkuð lík [[langvía|langvíu]]. Hún er svört á höfði og baki en hvít að neðanverðu. Á veturnar fær hún hvíta vanga. Goggurinn er svartur, oddhvass og með hvítri rönd á jaðri efra skolts. Fætur eru svartir og augun svört. Stuttnefjan verpir á líkum stöðum og langvían, en ólíkt henni (sem verpir á berar syllur og bríkur) er dálítil jarðvegur eða leir og sandur í eggstæðinu hjá stuttnefjunni. Þær eru líka yfirleitt fáar saman. Mesti þéttleiki stuttnefju í varpi hefur þó mælst 37 fuglar á fermetra. Stuttnefjuna má helst finna í stórum hópum í [[Látrabjarg]]i, [[Hælavík]] og [[Hornbjarg|Hornabjargi]]. Lítið er vitað um ferðir hennar á veturnar en flestar langvíur eru hér frá byrjun [[apríl]] og fram til byrjun [[ágúst]].
 
Stuttnefjan átti sér ólík heiti eftir landshlutum. Í Látrabjargi var hún kölluð ''nefskeri'' og í [[Papey]] ''stuttvíi'', í [[Skrúður|Skrúð]] ''drunnnefja'' og á [[Langanes]]i ''klumba''. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3310618 Lesbók Morgunblaðsins 1994]</ref>
 
== Tilvísanir ==
<references/>
 
{{Stubbur|fugl}}