„Lýðveldisstofnunin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög)
m stubbavinnsla AWB
Þjóðólfur (spjall | framlög)
Bæti við upplýsingum um aðdraganda
Lína 1:
'''Lýðveldisstofnunin''' er sá atburður, sem átti sér stað á [[Þingvellir|Þingvöllum]] þann [[17. júní]] [[1944]], þegar [[Ísland]] sleit formlega konungssambandinu við [[Danmörk]]u í samræmi við [[sambandslögin]] frá [[1918]] og [[Alþingi]] samþykkti einróma að frá og með þeim degi skyldi Ísland vera [[lýðveldi]]. Að því búnu kaus Alþingi fyrsta [[Forseti Íslands|forseta lýðveldisins]], [[Sveinn Björnsson|Svein Björnsson]], en hann er eini forseti Íslands, sem aldrei var til þess embættis kjörinn af þjóðinni. Loks setti Alþingi þennan sama dag [[fánalög]]in [http://www.fani.is/log.htm] svokölluðu, en það eru lög um gerð og notkun [[Íslenski fáninn|þjóðfána Íslendinga]].
 
Lýðveldisstofnunin átti sér þann aðdraganda að þjóðkjör var haldið í lok maí 1944. Kjörfundur hófst kl. 10 laugardaginn 20. maí og lauk á miðnætti miðvikudagins 24. maí 1944. Á forsíðu Morgunblaðsins fimmtudaginn 25. maí 1944 segir að kjörnsókn hafi verið 98%. Samkvæmt forsíðu Morgunblaðsins föstudaginn 26. maí 1944 var niðurstaðan sú af þeim ríflega 48.100 manns sem greiddu atkvæði voru 99,5% samþykkir sambandsslitum við Dani og 98,3% stofnun lýðveldisins.
 
{{Stubbur|stjórnmál|ísland}}