„Vilhjálmur Árnason (heimspekingur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Indiana - Endret lenke(r) til Indiana (fylki)
Lína 17:
'''Vilhjálmur Árnason''' ([[fæðing|fæddur]] [[6. janúar]] [[1953]] í [[Neskaupstaður|Neskaupstað]] á [[Ísland]]i) er [[Ísland|íslenskur]] [[Heimspeki|heimspekingur]] og [[prófessor]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]].
 
Vilhjálmur lauk [[stúdentspróf]]i frá [[Menntaskólinn að Laugarvatni|Menntaskólanum að Laugarvatni]] árið [[1973]], [[B.A.]]-gráðu í [[heimspeki]] og bókmenntum frá Háskóla Íslands árið [[1978]] og hlaut kennsluréttindi árið [[1979]]. Að loknu námi við Háskóla Íslands hélt Vilhjálmur utan í nám. Hann hlaut [[M.A.]]-gráðu í heimspeki frá [[Purdue University|Purdue]] háskóla í [[Indiana (fylki)|Indiana]] fylki í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] árið [[1980]] og [[Ph.D.]]-gráðu frá sama skóla árið [[1982]]. Hann var [[Alexander von Humboldt]] styrkþegi í [[Berlín]] árið 1993.
 
[[Vetur]]inn [[1976]]-[[1977]] kenndi Vilhjálmur íslensku við [[Gagnfræðaskólinn á Neskaupstað|Gagnfræðaskólann í Neskaupstað]]. Hann var [[stundakennari]] í heimspeki við [[Menntaskólinn við Sund|Menntaskólann við Sund]] veturinn 1977-[[1978]] og var auk þess leiðbeinandi í heimspekilegum forspjallsvísindum við Háskóla Íslands. Á árunum [[1983]]-[[1988]] var Vilhjálmur stundakennari í heimspeki við Heimspekideild, Guðfræðideild og Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann varð [[lektor]] í heimspeki við sama skóla árið [[1989]], dósent árið [[1990]] og prófessor árið [[1996]]. Vilhjálmur er Visiting fellow við [[Clare Hall]] í [[Cambridge University]] á Englandi á vormisseri 2006.