„Steinn Jónsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Björn Þorleifsson - Endret lenke(r) til Björn Þorleifsson biskup
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Hólaskóli - Endret lenke(r) til Hólaskóli (1106-1802)
Lína 3:
Foreldrar Steins voru Jón Þorgeirsson (um 1597–1674) prestur og skáld á [[Hjaltabakki|Hjaltabakka]] við [[Blönduós]], og kona hans Guðrún Steingrímsdóttir (um 1623–1690).
 
Steinn Jónsson fæddist á Hjaltabakka og ólst þar upp. Hann var tekinn í [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] 1678 og varð stúdent þaðan 1683. Var síðan í þjónustu Solveigar Magnúsdóttur að Hólum í Eyjafirði. Fór utan 1686, skráður í [[Kaupmannahafnarháskóli | Kaupmannahafnarháskóla]] um haustið og lauk prófi í guðfræði vorið 1688. Kom heim um sumarið og varð fyrst afleysingaprestur í [[Hítardalur|Hítardal]], síðan dómkirkjuprestur í Skálholti 1692; fékk [[Hítarnes]] 1693 og [[Setberg (kirkjustaður)|Setberg]] á [[Snæfellsnes]]i 1699.
 
Haustið 1710 var Steinn kvaddur til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] til þess að taka við Hólabiskupsdæmi og var vígður Hólabiskup vorið 1711. Hann kom til landsins samsumars, var á Setbergi um veturinn, tók við Hólastól vorið 1712 og var biskup til æviloka, 1739. Páll Eggert Ólason segir um Stein: "Var vel gefinn maður og skáldmæltur, einnig á latínu ..., valmenni en eigi skörungur mikill. Mikill vexti og rammur að afli."