„Frumeind“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BodhisattvaBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: szl:Atům
Nori (spjall | framlög)
Lína 16:
[[Grikkland|Grískir]] heimspekingar komu fyrst með þá kenningu að allt efni væri gert úr ódeilanlegum eindum og nefndu þeir þessar eindir ''atomos'' sem samanstendur af ''a'', sem er neitandi [[forskeyti]] og ''tomos'', skurður, sem sagt, eitthvað sem ekki er hægt að skera eða deila og lýsti þetta trú þeirra um eðli þessara einda (atomos=ódeili). [[Demókrítos]] frá Abderu er sérstaklega kenndur við þessa kenningu. Hér ber að undirstrika að þessar fyrstu hugmyndir um ódeilanlegar frumeindir eru í mikilsverðu tilliti frábrugðnar hugmyndum nútímamanna. Grísku frumeindasinnarnir hugsuðu sér að frumeindirnar væru í raun allar gerðar af sama efni en að þær aðgreindust í óendanlegan fjölda tilbrigða eftir stærð og lögun, þar sem eindir af hverju tilbrigði/tegund áttu að vera eilífar og óbreytanlegar. Stærð (þó alltaf örsmá) og lögun eindanna átti að ákvarða efnafræðilega eiginleika þeirra. Þetta áttu að vera grunneiningar alls hversdagsleg efnis, sem yfirleitt er hrærigrautur einda af mismunandi gerðum. Þó fyrirfinnast efnishlutir sem samanstanda eingöngu af eindum af tiltekinni gerð, sem átti t.d. að gilda um vatn, loft og eld. Þannig var hægt að tala um frumefni, þ.e.a.s efni sem samanstæði aðeins af eindum af tiltekinni gerð. En það er m.a. þetta atriði sem tengir þessi fornaldarfræði við nútíma hugmyndir um frumeindir.
 
Spurningin um tilvist frumeinda/ódeila var mjög umdeild allt frá fornöld og fram á seinni hluta 19. aldar. Spurningin var alltaf nátengd [[efnafræði]] og snérist um það hvort frumefni væru til og þá hvort tiltekið frumefni samanstæði af ódeilanlegum frumeindum. Smá saman tókst þó að renna stoðum undir kenninguna um tilvist frumefna, t.d. með uppgötvun [[fosfór]]s á [[17. öldin|17. öld]] og síðar [[súrefni]]s á [[18. öldin|18. öld]]. Árið 1808 setti [[Dalton|JosephJohn Dalton]] síðan fram þá kenningu að frumefni væru samsett af einni gerð frumeinda, sem líkt og frumeindir Demokrítosar væru óbreytanlegar í lögun og byggingu. Önnur efnasambönd mætti síðan fá fram með því að blanda ólíkum frumefnum saman. Um miðja [[19. öldin|19. öld]] vann [[Rússland|rússneski]] efnafræðingurinn [[Dmitri Ivanovich Mendeleev|Mendeleev]] við að setja upp töflu eða kerfi frumefna sem byggðist á upplýsingum um atóm massa frumefna, en menn höfðu ekki hugmynd um innri gerð atóma á þessum tíma. Þetta kerfi kallast [[lotukerfi]].
 
Af þessu má ljóst vera að það var skilgreiningar atriði um frumeindir/atóm að þær væru ókljúfanlegar, sbr. nafnið ''atomos''. Það er því dálítið kaldhæðnislegt að þær tilraunir og uppgötvanir sem loks leiddu til þess að frumeindirnar voru teknar í sátt, sýndu beinlínis að frumeindirnar voru kljúfanlegar. Með uppgötvun [[rafeind]]arinnar undir lok [[19. öldin|19. aldar]] fóru menn að velta því fyrir sér hvort atómið væri samansett úr fleiri eindum og voru það einna helst uppgötvanir [[J. J. Thomson]], [[HenryHenri Becquerel]] og [[Ernest Rutherford]] sem ruddu brautina í þeim efnum. [[1896]] uppgötvaði Becquerel [[geislavirkni]] og [[1897|ári síðar]] uppgötvaði Thomson rafeindina. Rutherford tilkynnti svo um uppgötvun kjarnans [[1911]]. Allan þennan gerjunartíma veltu menn því fyrir sér hvernig frumeindir væru uppbyggðir og hvernig þær viðhéldu stöðugleika. Loks árið [[1913]], tókst [[Niels Bohr]] að setja fram líkan fyrir vetnisfrumeindina, sem skapaði grundvöll fyrir áframhaldandi starf og skilning á byggingu frumeinda.
Ekki náðust myndir af atómum fyrr en á [[20. öldin|20. öld]] með tilkomu [[rafeindasmásjá]]rinnar.