„Gagnrýni hreinnar skynsemi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''''Kritik der reinen Vernunft''''' [http://commons.wikimedia.org/wiki/Image:Kant_Kritik_der_reinen_Venunft_1781.jpg] eða '''''Gagnrýni hreinnar skynsemi''''' er rit um [[heimspeki]] eftir [[Þýskaland|þýska]] [[Heimspekingur|heimspekinginn]] [[Immanuel Kant]] ([[1724]]-[[1804]]). Kant hóf að samja ritið árið [[1770]] en það kom fyrst út árið [[1781]] og önnur endurskoðuð útgáfa árið [[1787]]. Ritið er oft nefnt „fyrsta gagnrýnin“ en Kant fylgdi verkinu eftir með ''[[Gagnrýni verklegrar skynsemi]]'' (''Kritik der praktischen Vernunft'') ([[1788]]) og ''[[Gagnrýni dómgreindar]]'' (''Kritik der Urteilskraft'') ([[1790]]).
 
''Gagnrýni hreinnar skynsemi'' er af mörgum talin áhrifamesta og mikilvægasta rit Kants og áhrifamesta og mikilvægasta rit í sögu vestrænnar heimspeki. Í verkinu reynir Kant að brúa bilið milli [[Rökhyggja|rökhyggju]] og [[Raunhyggja|raunhyggju]] og að bregðast við raunhyggju [[John Locke|Johns Locke]] ([[1632]]-[[1704]]) og ekki síst róttækri raunhyggju [[David Hume|Davids Hume]] ([[1711]]-[[1776]]), sem Kant kvað hafa „vakið sig af kreddublundi“.