„Menntaskólinn við Hamrahlíð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
Á sínum fyrstu árum var MH skilgreindur sem tilraunaskóli og fengu stjórnendur hans heimild til þess að fara nýjar leiðir á ýmsum sviðum og var það gert. Þar var stofnuð fyrsta [[félagsfræði]]brautin og [[tónlist]]arbrautin.
 
Við MH er líka starfræktur [[skólakór]], [[Kór Menntaskólans við Hamrahlíð]], sem og kór fyrir eldri og útskrifaða nemendur skólans, [[Hamrahlíðarkórinn]]. Kórstjóri er [[Þorgerður Ingólfsdóttir]].
 
Menntaskólinn við Hamrahlíð er framarlega hvað varðar þróun á námsefni og kennsluaðferðum fyrir fatlaða, þó sérstaklega blinda og heyrnarlausa. Auk þess er MH eini menntaskóli landsins sem býður nemendum að útskrifast með alþjóðlegt stúdentspróf, eða af IB ([[International Baccalaureate Diploma]]) braut. Auk hennar býður skólinn upp á félagsfræðibraut, náttúrufræðibraut og málabraut.