„Færeyinga saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Um söguna ==
Færeyinga saga var skrifuð hér á Íslandi skömmu eftir 1200,. enHöfundur höfundurinnsögunnar er ókunnurOddur Snorrason, munkur á Þingeyrum. Margt bendir til að höfundurinnhann hafi stuðst við munnlegar sagnir úr Færeyjum, sem hann smíðaði söguna úr, en verið fremur ókunnugur staðháttum, t.d. ruglar hann að nokkru saman [[Stóra-Dímun|Stóru-Dímun]] og [[Skúfey]]. Sagan er mikilvæg söguleg heimild um Færeyjar, því að hún bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi í eyjunum á fyrstu öldum byggðar þar. Ef hennar nyti ekki við væri þar við fátt að styðjast.
 
Færeyinga saga er fremur illa varðveitt, og hefur ekki geymst sem sjálfstætt rit. [[Snorri Sturluson]] tók stuttan kafla úr sögunni (43.-48. kapítula) upp í [[Ólafs saga helga hin sérstaka|Ólafs sögu helga hina sérstöku]], en meginhluti sögunnar hefur varðveist í handritum [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta|Ólafs sögu Tryggvasonar hinnar mestu]], þar sem hún er fleyguð inn í sögu Ólafs, af því að hún snertir efnið. Þegar Jón Þórðarson, annar ritari [[Flateyjarbók]]ar, skrifaði upp Ólafs-sögurnar, ákvað hann að skrifa flesta kaflana úr Færeyinga sögu eftir sérstöku handriti af sögunni, sem þar með varðveittust í sem næst upprunalegri gerð. Því miður láðist honum að gera það í 28.–33. kafla, og ofangreindum köflum 43–48. [[Ólafur Halldórsson]] handritafræðingur segir að á fáeinum stöðum vanti í söguna, en líklega hafi þó ekki glatast nema smákaflar.