„Atómmassi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SilvonenBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: gl:Masa atómica
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Atómmassi''' [[frumefni]]s (einnig þekktur sem '''hlutfallslegur atómmassi''', '''meðalatómmassi''' eða '''atómþyngd''') er meðal-atómmassi allra [[samsæta]] frumefnisins eins og þær koma fyrir í tilteknu umhverfi, vegið út frá algengi samsætanna. Í [[lotukerfið|lotukerfinu]] eru þær yfirleitt listaðar eftir algengi þeirra í jarðskorpu og andrúmslofti jarðar. Í tilfelli tilbúinna frumefna er [[kjarneind]]afjöldi stöðugustu samsætunnar tilgreindur innan sviga sem atómmassinn.
 
'''Atómmassi''' [[samsæta|samsætu]] er hlutfallslegur [[massi]] samsætunnar mælt á mælikvarða þar sem [[kolefni]]-12 hefur atómmassann nákvæmlega 12. Engar aðrar samsætur hafa heiltölumassa, bæði vegna þess að nifteindir og róteindir eru misþungar sem og vegna [[massafrávik]]s af völdum [[bindiorka|bindiorku]]. Það er þó smávægilegt miðað við massa kjarneindar og því má ávallt rúnna atómmassa samsætu að næstu heiltölu og fá þannig réttan fjölda kjarneinda. Fjölda [[nifteind]]a má þá fá með því að draga [[sætistala|sætistöluna]] frá.
 
Mynstrið í fráviki atómmassanna frá massatölum sínum er sem hér greinir: frávikið byrjar jákvætt í [[vetni]]-1, verður svo strax neikvætt og nær lágmarki við [[járn]]-56, hækkar síðan og verður aftur jákvætt hjá þungu samsætunum, með vaxandi atómtölu. Þetta samsvarar eftirfarandi: [[kjarnaklofnun]] frumefnis sem er þyngra en járn gefur frá sér orku meðan kjarnaklofnun frumefnis sem er léttara en járn þarf orku. Hið gagnstæða á við um [[kjarnasamruni|kjarnasamruna]] - samruni þar sem myndunarfrumefnið er léttara en járn gefur frá sér orku en samruni þar sem myndunarfrumefnið er þyngra en járn þarf orku.
Lína 17:
 
Hugtakið ''atómþyngd'' hefur stundum verið notað fyrir atómmassa, en reynt er að forðast það af því það felur í sér hugtakarugling. Eðlisfræðileg skilgreining þyngdar er massi hlutar sinnum þyngdarhröðun jarðar sem hefur víddina kraftur. [[IUPAC]] notast þó enn við '''staðalatómþyngd''' sem táknar hlutfallslegan meðalatómmassa frumefnis.
<!--
 
== Tengt efni ==