„Skott“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Tek þetta út enda koma skoðanir heimspekingsins um kosti orðafjöldans viðfangsefninu ekki við
Lína 1:
{{Athygli|Greinin fjallar að mestu um orðanotkun, en ekki um viðfangsefnið sem er skott}}
'''Skott''' er aftasti hluti [[hryggdýr]]s og er í beinu framhaldi af [[rófubein]]i þess. [[hundur|Hundar]], [[mús|mýs]], [[köttur|kettir]] og [[refur|refir]] eru með '''skott'''. [[Dindill]] er stutt „skott“ [[sauðkind]]a eða [[selur|sel]]a. [[Tagl]] er stertur á [[hestur|hrossi]] með tilheyrandi hárskúf. [[Hali]] er „rófa“ einkum á [[kýr|nautgripum]], einnig [[asni|ösnum]], músum, [[rotta|rottum]] og [[ljón]]um o.fl. [[Stél]] er afturhluti [[fugl]]s. Fiskar eru með [[Sporður|sporð]].
 
Sumum finnst nóg um orðafjöldann í [[Íslenska|íslensku]] varðandi „þetta líffæri“ sem [[enska]]n hefur venjulega eitt orð, þ.e.: ''tail'', en [[Guðmundur Finnbogason]], heimspekingur, segir á einum stað í riti sínu ''Íslendingar'':
 
:''Það kann að virðast lítilsverður auður að eiga t.d. tíu orð um þann líkamshlutann, sem á íslensku heitir ýmist rófa, dindill, hali, skott, tagl, stertur, sporður, stél, stýri eða vél, eftir því hver skepnan er, en ekkert sem grípur yfir þetta allt. Það er að vísu ókostur, að slíkt orð vantar. En hitt er ekki einskisvirði, að hin orðin eru svona mörg. Hvert þeirra hefir fengið nokkuð af merkingu sinni og blæ eftir því, hvernig þessum líkamshluta var háttað á þeirri skepnu, sem það oftast er haft um, og þegar eitthvert þessara orða er haft í afleiddri merkingu, eða í samsetningum, þá er það valið¨eftir því, sem best á við.'' <ref>''Íslendingar'', eftir Guðmund Finnbogason; Almenna bókafélagið , 1971 - bls. 89. </ref>
 
Hér á Guðmundur við orð eins og t.d. [[snælduhali]], en á íslensku er tekki talað um snælduskott eða snældutagl, og sagt er húfuskott, en ekki húfuhali. Aftur á móti er talað um tagl á [[fjall]]i og hala á [[ás]]i, því - eins og Guðmundur segir: ''fjall ber af ási eins og hestur af kú''. Og hann heldur áfram:
 
:''Af sumum þessum orðum eru önnur orð leidd: skott- skotta - skotti - skottóttur, dindill - dindla - dindlast, og af þeim öllum eru mynduð orð með samsetningu, t.d. dindilmenni, taglhnýtingur (ágætt orð!), alls um 80, og gætu verið miklu fleiri''. <ref>''Íslendingar'', eftir Guðmund Finnbogason; Almenna bókafélagið , 1971 - bls. 90. </ref>
 
Guðmundur nefnir svo nokkra [[Talsháttur|talshætti]], eins og t.d. ''að leggja niður rófuna'', ''bera halann brattan'' (þ.e. vera upp með sér), ''leika lausum hala'' og ''leggja krók á hala sinn'' og ''standa einhverjum á sporði''. Hann lýkur þessu svo með orðunum: ''Allt yrði þetta fátæklegra, ef ekki væri til nema eitt orð um þennan merkilega líkamshluta''.
 
== Tilvísanir ==
<references/>
 
{{Stubbur}}